• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Nú hugleiðum við aftur að Kletthálsi 1, 2. hæð

31/1/2022

0 Comments

 
​Í ljósi nýjustu frétta af COVID-19 faraldrinum þá er það mat stjórnar Zen á Íslandi - Nátthaga að óhætt sé að hefja aftur setur í húsnæði okkar að Kletthálsi 1, 2. hæð. Þar að auki mun öll önnur dagskrá félagsins standast, Zen námskeið í hugleiðslu hefst næsta fimmtudag og svo verður Leshringur næsta laugardag.
"Þegar við sitjum í zazen finnum við örugglega fyrir vonbrigðum og ófullnægjanleika, skynjum óöryggi og tilgagnsleysi. Við hugsum; "ég iðka ötullega en upplifi ekki þau 'viðbrögð' eða 'áhrif' sem ég æski. Kannski er ég að gera eitthvað vitlaust. Kannski er áreynsla mín ekki nægjanleg. Eða kannski hentar zazen mér ekki…" Þess konar efasemdir og spurningar rísa í huga okkar ein af annarri. Á þeim tíma upplifum við okkur algjörlega týnd, hugsandi: "ætti ég að halda áfram svo ómóttækilegri iðju eða ekki? Er þetta ekki tímasóun?" En slíkt er algjörlega í lagi fyrir zazen. Enn fremur er það merki þess að seta okkar stefnir í rétta átt." - Issho Fujita, Ekkert að öðlast, ekkert að uppljóma, í þýðingu Brynjars Kristinssonar​
Picture
​Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest uppi á Kletthálsi.
0 Comments

Zazen hugleiðsla færð aftur á Zoom

14/1/2022

0 Comments

 
Í ljósi nýjustu frétta af COVID-19 faraldrinum og hertum aðgerðum stjórnvalda hefur stjórn Zen á Íslandi - Nátthaga aftur ákveðið að dagleg Zazen iðkun okkar fari fram með notkun Zoom. En við munum sitja á sömu tímum og við erum vön að sitja uppi á Kletthálsi 1. Öll önnur dagskrá félagsins er frestað þar til annað kemur í ljós.

Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan eða notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk.

​Zazen @ Nátthagi
Zoom kenni: 847 6507 5564
Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll)
Picture
Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564
Zazen á Zoom
"Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka." -Ástvaldur Zenki
Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments

Lífið er hjartans mál - Darmaræða með Ástvaldi Zenki

6/1/2022

1 Comment

 
Picture
Næstkomandi laugardag 8. janúar 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja darmaræðuna "Lífið er hjartans mál" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Ræðan er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.
"Ég sit hljóður, geri ekki neitt, vorið kemur og grasið vex af sjálfu sér" orti japanska ljóðskáldið Matsuo Basho.
​Ástvaldur Zenki segir: "Við mennirnir erum oftast of uppteknir af okkar eigin málum og hugðarefnum til að heyra tungumál hjartans sem talar þó til okkar öllum stundum. Þau okkar sem hafa setið hljóð í þögninni og orðið eitt með lífinu, skynja það djúplega að tungumál hjartans er skýrt og tært á sama tíma og það fæst ekki skilið. Lífið er svo sannarlega hjartans mál sem kemur okkur öllum við. Við ættum að staldra við og leggja við hlustir."
​Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
1 Comment

Skráning í trúfélagið Zen á Íslandi - Nátthaga

28/11/2021

0 Comments

 
Reykjavík 28.11.2021

SKRÁNING Í TRÚFÉLAGIÐ ZEN Á ÍSLANDI – NÁTTHAGA

Kæri viðtakandi,
Markmið Zen á Íslandi - Nátthaga er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen Búddisma á Íslandi. Í Nátthaga er því haldið úti öflugri dagskrá allan ársins hring sem samanstendur af sitjandi hugleiðslu (zazen) sex daga vikunnar ásamt ýmissi annarri fræðslu og öðrum viðburðum. En félagið gæti ekki haldið úti öflugri dagskrá ef ekki kæmi til vinna meðlima félagsins og styrkir til félagsins.

​Teljir þú starfsemi Zen á Íslandi þýðingarmikla þá er okkur mikill styrkur í að þú skráir þig í trúfélagið. Ef þú ert þegar skráður þá þökkum við stuðninginn og vonum að þú verðir félagi áfram. Viljir þú gerast félagi er auðvelt að breyta trúfélagsskráningu sinni (sjá leið-beiningar á heimsíðu okkar).
Picture
Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2022 þarf að breyta skráningunni fyrir miðvikudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum.

​
​Fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga,

Ástvaldur Zenki Traustason
Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga
​
Alfred Chozetsu Þórðarson          
Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga ​
0 Comments

Eitt leiðir af öðru. Fyrirlestur Helgu Kimyo næsta laugardag

4/11/2021

0 Comments

 
​Næstkomandi laugardag 6. nóvember 2021 mun Zen kennari okkar Helga Kimyo, heiðursroshi og einn af stofnendum Zen á Íslandi - Nátthaga, flytja fyrirlesturinn "Eitt leiðir af öðru" að Kletthálsi 1. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.

Kimyo-Roshi verður með búddíska kennslu þar sem hún mun meðal annars kynna okkur fyrir Dazu Huike, sem var arftaki Bodhidharma og þar með annar Zen patríarkinn. En sagan segir að Huike hafi hitt Bodhidharma í Shaolin klaustrinu þegar hann var um fertugt en Bodhidharma hafi fyrst neitað að kenna honum. Til eru margar frásagnir um samskipti þeirra og mun Kimyo-Roshi örugglega nefna einhverjar.
Picture
Hér er til dæmis ein:
Huike sagði við Bodhidharma: "Hugur minn er út um allt og kvíðinn. Geturðu hjálpaðu mér að róa hann?" Bodhidharma svaraði: "Komdu með huga þinn, sýndu mér hann og þá skal ég hjálpa þér að róa hann." Huike sagði: "Ég hef leitað og leitað, en ég finn ekki hvar hugur minn er." "Sko," svaraði Bodhidharma, "ég hef þegar róað huga þinn." 
Við munum sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og svo hefst fyrirlesturinn kl. 9:15.

​Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments

Lauf falla - Leshringur næsta laugardag

13/10/2021

0 Comments

 
Næstkomandi laugardag 16. október mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við höldum áfram að lesa úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Brynjars Shoshin. Lesinn verður kaflinn "Lauf falla."
Picture
En í kaflanum segir meðal annars:
Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin, það sem við köllum „eftir“ er ekki komið enn og við vitum ekki einu sinni hvar nútíðin er af því hún er sífellt að breytast. Allt er í ástandi flæðis. Laufin sem falla eru svona. Allt er að breytast. Að vissu leyti er það fullkomið frelsi. Sagt er að það séu 6,5 milljarðar augnablika í einum sólarhring. Og að í einni sekúndu séu sjö þúsund augnablik. Á meðan við sitjum hérna eru þau stanslaust að koma og stanslaust að fara, alveg eins og þegar ég slæ prikinu mínu í gólfið: bamm-bamm-bamm-bamm. Er það ekki dásamlegt? Þetta er fullkomið frelsi. -Kwong-roshi
​Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Djúpt Gassho.
0 Comments

Borgarsesshin - hugleiðsludagar Nátthaga

3/10/2021

1 Comment

 
Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga hefjast næsta miðvikudag 6. október og standa til og með laugardagsins 9. október í aðsetri Zen á Íslandi að Kletthálsi 1, 2. hæð. Eins og venja hefur skapast fyrir þá höldum við Borgarsesshin á haustin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins.

SKRÁNING FER FRAM Á KLETTHÁLSINUM EÐA Á ZEN@ZEN.IS

​
Þátttökugjald á sesshin er 9.000 krónur og skráning fer fram á Kletthálsinum eða með því að senda tölvupóst á zen@zen.is.​ Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt. Hægt að taka þátt aðeins á laugardeginum og kostar það 5.000 kr. Athugið líka að þeir sem greiða árgjald fá 10% afslátt af þátttökugjaldi.

* Dagskráin er fyrir neðan myndina.
Picture
Sesshin hefst miðvikudagskvöldið 6. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu, inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Síðan komum við saman næstu tvo daga, á morgnana frá kl. 07:00 - 08:30 og frá kl. 17:30 - 18:40. Laugardaginn 9. október stendur dagskráin frá kl. 07:00 - 15:15. Oryoki máltíð mun fara fram á laugardeginum. ​Þeir sem ekki eiga oryoki skálar eru sömuleiðis beðnir um að láta vita við skráningu.

Full dagskrá Borgarsesshins er hér fyrir neðan:

Miðvikudagur 6. október
​19:30 Zazen
19:45 Leiðbeinandi opnun
20:05 Kinhin
20:15 Zazen
20:50 Heitin fjögur

Fimmtudagur - Föstudagur
07:00 Zazen
07:35 Kinhin
07:45 Zazen
08:20 Kyrjun - Iðkun í dagsins önn

17:30 Zazen
18:00 Kinhin
18:10 Zazen
18:40 Heitin fjögur

Laugardagur 9. október
07:00 Zazen
07:35 Kinhin
07:45 Zazen
08:20 Kyrjun - Oryoki - Hlé
10:00 Samu / Vinnuiðkun
10:45 Morgunkaffi
11:15 Zazen
11:45 Kinhin
11:55 Zazen
12:25 Kyrjun - Oryoki - Hlé
13:45 Zazen
14:15 Kinhin
14:45 Zazen
15:15 Heitin fjögur-Kveðjuhringur
1 Comment

Er lífið á verkefnalistanum? Fyrirlestur næsta laugardag

30/9/2021

1 Comment

 
​Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.
Picture
En Zenki segir:
Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.

Hversu lengi getum við búist við að njóta samvista fjölskyldu og vina? Hversu lengi komum við til með að njóta góðrar heilsu? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli? Það er auðvitað ekkert sem við vitum ekki nú þegar en samt virðist það vera svo fjarri okkur í dagsins önn. Rótleysi, ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar okkar nútíma lifnaðarhátta þar sem hraði og ráðaleysi virðist oft og tíðum ráða ríkjum.

Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.

Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?
​Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. 

Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
1 Comment

Freri safnast á fönn & Hálft tungl myndar heilan ljósboga

22/9/2021

0 Comments

 
​Næstkomandi laugardag 25. september mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við höldum áfram að lesa úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Brynjars Shoshin. Lesnir verða tveir stuttir kaflar sem bera yfirskriftina "Freri safnast á fönn" og "Hálft tungl myndar heilan ljósboga."
Picture
​En í fyrri kaflanum segir meðal annars:
"Akkúrat núna þegar ég sit hérna á þessum bjarta sumardegi eru stjörnur á himninum. Ég get ekki séð þær vegna þess að í dagsbirtunni geta augu okkar ekki séð svo langt en samt eru þær þarna úti, skínandi. Í rauninni er hvert okkar stjarna, skínandi á himni þessa óravíða alheims. Augu okkar ná ekki fjarlægðinni, hugur okkar getur í raun ekki skilið það svo við sjáum það ekki, en þegar við sitjum eins og fjall þá rennur upp fyrir okkur að í gegnum krybburnar og hvalina, og jafnvel endurtekningasöm hljóð frá vélum, getum við byrjað að finna fyrir þessari umfangsmiklu vídd sem virðist vera utan við okkur sjálf en finnst í rauninni nákvæmlega hérna innra með okkur." -Kwong-roshi
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Djúpt Gassho.
0 Comments

Söngufundur 11. september 2021

8/9/2021

0 Comments

 
​Kæru söngufélagar,

Á laugardaginn kemur 11. september kl. 10:15 verður haldinn söngufundur í húsnæðinu okkar að Kletthálsi 1. Nú hefur aðeins rýmkast um sóttvarnarreglur og því lag að hittast. Við fáum okkur kaffi og með því áður en fundurinn hefst.
Mig langar til þess að tala við ykkur um starf okkar í Nátthaga og mikilvægi þess að við leggjum Lífsgildin til grundvallar í allri okkar iðkun. Að leita skjóls í fjársjóðunum þremur er að hafa hugrekki til að treysta lífinu fyrir okkur frá andartaki til andartaks og tjá þannig Lífsgildin - lífið okkar í sinni tærustu mynd. Þannig erum við hvort öðru skjól og hvatning til að viðhalda vakandi athygli í okkar lífi til vakningar og blessunar allri skynveru.

Mér finnst mjög mikilvægt að við hittumst og ræðum saman og ég hlakka mikið til að hitta ykkur öll.

Í anda Zen,
Zenki
Picture
0 Comments
<<Previous
Forward>>

    Eldra

    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð