Í ljósi nýjustu frétta af COVID-19 faraldrinum og hertum aðgerðum stjórnvalda hefur stjórn Zen á Íslandi - Nátthaga aftur ákveðið að dagleg iðkun okkar fari fram með notkun Zoom. En við munum sitja á svo til sömu tímum og við erum vön að sitja uppi á Kletthálsi 1. Dagskráin næstu 3 dagana, fimmtudag ti laugardags, fram að vorfríi, má sjá á myndinni sem fylgir. Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan eða notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Zazen @ Nátthagi Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 "Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka." -Ástvaldur Zenki Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
Heitið er punkturinn þar sem lífsgildin, zazen og öll heimspekin mætast. Í Zen miðar allt að þessum mótum; allt snýr aftur til þessa kjarna hugareðlisins því hann er uppsprettan. -Kwong-roshi Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |