Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
Það eru mikil tímamót framundan hjá félaginu okkar Zen á Íslandi. Í janúar 2018 færði kennari okkari í yfir 30 ár, Zen meistarinn Jakusho Kwong Roshi, Ástvaldi Zenki kennsluna til að miðla henni áfram sem Zen kennari og ábóti Zen á Íslandi. Áður en Zenki verður formlega settur í embætti ábóta mun hann halda til Japans og dvelja í 3 mánuði í klaustrinu Toshoji. Ástvaldur Zenki heldur um miðjan apríl til Japans þar sem hann mun iðka undir handleiðslu Zen meistarans Seido Suzuki. Þetta er í annað sinn sem Zenki heldur utan því hann dvaldi í Toshoji í 3 mánuði árið 2016.
Til að styðja við för Ástvaldar Zenki og dvöl í Japan verða haldnir tónleikar í Guðríðarkirkju laugardaginn 6. apríl kl. 20.00 Ástvaldur Zenki mun sitja við píanóið og fær til sín frábært tónlistarfólk sem töfrar fram fallega tóna. Þau sem koma fram eru: Bjarni Arason, Björn Thoroddsen, Ellen Kristjánsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Stefán Hilmarsson og hljómsveitin Mandólín. Hljómsveitina skipa, ásamt Ástvaldi, Birgir Bragason bassaleikari og trommuleikari. Allt þetta frábæra tónlistarfólk gefur sína vinnu og færum við þeim hjartans þakkir. Miðaverð er kr. 4.500.- og hægt að kaupa miða með því að millifæra inn á reikning félagsins hér að neðan Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 ...eða kaupa miða á staðnum! Á morgun laugardaginn 16. mars 2019 heldur Zen á Íslandi - Nátthagi fyrsta leshring sinn í nýju húsnæði að Kletthálsi 1. Í þetta sinn munu Jukai nemendur okkar, sem munu taka þátt í Jukai athöfn og gerast þannig búddistar næstu helgi á eftir, lesa þýðingar úr því lestrarefni sem þeir lesa fyrir athöfnina. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
|
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |