Kenningin um karma er kennsla Búdda um hvernig við getum skilið mannlegt líf og það hvernig lífið líður í átt til framtíðar. Þetta er efni sem mikilvægt er að skoða til þess að við getum áttað okkur betur á hvernig við eigum að lifa í þessum heimi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni eins og venja er. Allir eru velkomnir.
0 Comments
Zenki leggur út frá þessum samskiptum munksins og Dōgen í ræðu sinni á laugardaginn. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
Iðkun er eins og sía: á annarri hliðinni er hversdagslegt líf og á hinni hliðinni er bein reynsla af raunveruleikanum. Þessi sía er ekki einvörðungu tæki – hún verður að vera virk. Eitthvað verður að síast í gegn. Þetta er ekki spurning um að ræða hlutina; við verðum að vera lifandi! Við verðum að aðhafast! Við byrjum dagskrá laugardagsins eins og venjan er með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00 og allir eru velkomnir.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |