Laugardaginn 4. mars næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 mun Kristín Ísleifsdóttir kynna fyrir okkur þýðingu sína á nokkrum stuttum köflum úr bókinni Zen Seeds - Reflections of a Female Priest eftir Shundo Aoyama. Aoyama Roshi er fædd árið 1933 og gegnir stöðu yfirprests við Muryo-hof og Aichi Senmon Niso-do kvennaklaustrið í Japan. Hún er þekkt bæði heima fyrir og víðar fyrir fyrirlestra sína, bækur og greinar um búddisma. Í Zen Seeds tengir Aoyama persónulega reynslu sína við trúarlega texta búddismans á skýran og aðgengilegan hátt.
Allir eru velkomnir á leshringinn. Þátttökugjald fyrir þá sem ekki greiða árgjald er kr. 1500. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments
Laugardaginn 18. febrúar næstkomandi kl. 09:15 - 10:15 verður Ástvaldur Zenki með ræðu um Zen í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4. hæð. Ræðan hefur yfirskriftina Tómt mál að tala um og efnið eru lífsreglur búddista. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og athugið að aðgangur er ókeypis. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Laugardaginn 4. febrúar næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram leshringur í Nátthaga. Nú lesum við saman íslenska þýðingu Mikhaels Zentetsu á síðasta hluta kaflans "Að lifa í krafti heitstrengingar" úr bókinni Living by Vow eftir japanska Zen meistarann og fræðimanninn Shohaku Okumura. Í þessum lokahluta fjallar Okumura Roshi meðal annars um það hvernig heitstrenging bodhisattvans getur mótað starf söngunnar og samfélagsins í heild. Allir eru velkomnir á leshringinn. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |