![]() Næstkomandi laugardag 15. apríl 2023 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn „Hvert er hugrekki munksins í stagbætta kuflinum?“ að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Að sækja sjóinn án þess að hræðast sæskrímsli djúphafsins er hugrekki sjómannsins. Að ferðast um lendur jarðar án þess að hræðast tígrísdýr er hugrekki veiðimannsins. Að mæta brugðnu sverði og horfast í augu við dauðann, sem hluta af lífinu, er hugrekki hermannsins. Hvert er hugrekki munnksins í stagbætta kuflinum? Eftir stundarþögn sagði Dogen: Búið ykkur hvílu og sofið; takið fram matarskálarnar og borðið hrísgrjón; andið út um nefið; látið augun ljóma. Vitið þið að það er nokkuð sem fer handan? Borðið mikið af hrísgrjónum af krafti og farið svo á klósettið. Sjáið í gegn um ykkar eigin vangaveltur um að öðlast í framtíðinni uppljómun frá Gautama. Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
|
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |