Næsta laugardag, 19 janúar frá kl. 09:15 - 10:15 mun Ástvaldur Zenki Sensei flytja Darma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4. hæð. Yfirskrift ræðunnar er "Ekkert sem heitir". Zenki talar um mikilvægi þess að taka afstöðu með lífinu. Dags daglega upplifum við tómarými sem við reynum sífellt að fylla upp í. Í búddismanum er það kallað þjáning eða Dukkha. Hvað er til ráða? Hvernig getum við lifað í sátt við allt sem er og tekið afstöðu með sjálfum okkur? Lagt frá okkur bakpokann?
Allir eru innilega velkomnir og aðgangur er ókeypis. Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments
RAFRÆN FÉLAGASKRÁ Til að halda betur utanum það hverjir félagsmenn Zen á Íslandi - Nátthaga eru þá höfum við nú tekið upp rafræna félagaskrá samkvæmt ákvörðun stjórnar félagsins frá síðasta ári. Í framhaldi af því langar okkur að biðja alla þá sem eru núverandi eða fyrrverandi iðkendur, styrktaraðilar eða skráðir sem trúfélagar hjá Zen á Íslandi - Nátthaga á vef Þjóðskrár að skrá sig í þessa nýju félagaskrá. Rafrænu skráninguna má nálgast með einu smelli á hnappinn hér að neðan eða á hnapp á forsíðu heimasíðunnar sem flytur þig yfir á síðuna Skráning í Zen á Íslandi. BREYTT FÉLAGSGJÖLD Einnig viljum við benda iðkendum á hækkun félagsgjalda. En þessi hækkun nú er aðallega til komin vegna breytinga hjá félaginu, með nýju húsnæði og nýjum ábóta, en ekki síst vegna hækkana á verðlagi síðan félagisgjaldið var lækkað fyrir nokkrum árum síðan. Á nýjum síðum á vef félagsins má svo finna frekari upplýsingar um félagsgjöld iðkenda Nátthaga. Styrktaraðilum viljum við benda á síðu með leiðbeiningum um fjárhagslega styrki til félagsins og að lokum á leiðbeiningasíðu fyrir félaga sem vilja skrá sig sem trúfélaga hjá Zen á Íslandi - Nátthaga á vef Þjóðskrár. Til vakningar, blessunar og verndar fyrir allar verur Megi þetta nýja ár verða okkur öllum til gæfu.
Níu beygjur, -Alfred Chozetsu
Dagskrá:
07:00 Zazen (hugleiðsla) 07:35 Kinhin (gönguhugleiðsla) 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun 08:40 Oryoki morgunverður 10:00 Samu vinnuiðkun 10:45 Kaffi 11:15 Zazen 11:45 Kinhin 11:55 Zazen 12.25 Kyrjun 12.35 Oryoki hádegisverður 14:00 Zazen 14.30 Kinhin 14.40 Zazen 15.10 Heitin fjögur 15.20 Kveðjuhringur
En við búddistar tökum á móti nýju ári eins og við tökum á móti hverjum nýjum degi, eins og hann sé sá fyrsti og sá síðasti. Við munum aldrei aftur lifa þennan dag. Þetta er hið rétta viðhorf til lífsins í okkar hverfula heimi. Allt er í stanslausu flæði og mun aldrei stoppa. Er þá eitthvað merkilegt við nýársdag? Þessu svaraði Dogen Zenji í ræðu í upphafi ársins 1241 þegar hann kenndi: Í dag er byrjun nýs árs, en líka dagur þriggja morgna. Ég segi dagur þriggja morgna því það er byrjun nýs árs, byrjun nýs mánaðar og byrjun nýs dags. Segjum sem svo að einhver [munkur] spyrði mig hvort það væri einhver Búdda kennsla [eða raunveruleiki eða raunveruleg þýðing] í upphafi nýs árs, eða ekki? Þá myndi ég svara: Það er. Segjum að munkurinn myndi þá spyrja, "Hver er Búdda kennslan í upphafi nýs árs?" Þessi fjallamunkur [Dogen sjálfur] myndi þá svara: Megi hver og einn, sitjandi eða standandi, taka við tíu þúsund blessunum. Segjum þá að munkurinn segi, "Úr því svo er, í samræmi við þessi svör, mun ég nú iðka." Þá myndi þessi fjallamunkur segja við hann: Ég hef í dag haldið yfirburðum yfir yfirburði. Nú vinsamlegast iðkið. Og iðkun hjá Zen á Íslandi - Nátthaga hefst á mánudaginn kemur 7. janúar og er fyrsta seta kl. 17:30 á Grensásvegi 8, 4. hæð. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda Zazen svo til alla daga vikunnar og má finna iðkunartímana á forsíðu heimasíðu okkar zen.is.
"Til vakningar, blessunar og verndar fyrir allar verur" Þú ert allt og allt er þú. Megi 2019 raungerast hér og nú, okkur öllum til heilla og blessunar. Níu djúpar beygjur, -Alfred Chozetsu, forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |