Þann 1. júní hefst sumariðkun og sitjum við þá mánudaga til fimmtudaga samkvæmt iðkunardagskrá. Okkur hlakkar til að sjá ykkur sem oftast í sumar.
1 Comment
Endilega takið þátt í þessum sérstaka viðburði á morgun. Þið skráið ykkur með því að smella á hnappinn á upplýsingasíðunni: https://www.smzc.org/beyond-a-dream-film-series.
Við munum sitja hugleiðslu frá kl. 17:30 og svo hefst aðalfundurinn kl. 19:00.
Vonir okkar standa til þess að reglur um samkomubann verði rýmkaðar fimmtudaginn 6. maí næstkomandi . Í takt við þessar vonir þá reiknum við með að byrja aftur að sitja hugleiðslu á Kletthálsi 1 næsta laugardag og auglýsum nú Vorsesshin Zen á Íslandi - Nátthaga í Skálholti frá miðvikudeginum þar á eftir. Vorsesshin Zen á Íslandi verður haldið í Skálholtsbúðum 12-16. maí 2021 undir yfirskriftinni Stefnumót við lífið!
Dagskráin hjálpar iðkendum að gefa sig fyllilega að því sem á vegi þeirra verður hverju sinni, í hugleiðslusetum, gönguhugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun og sameiginlegum máltíðum, en þátttakendum gefst líka tími til hvíldar á milli dagskrárliða. Máltíðir fara fram í formlegri oryoki athöfn þrisvar sinnum á dag en utan þeirra er boðið upp á kaffi og snarl í hvíldarpásum.
Þáttökugjald er 42.000 kr. en 37.800 kr. fyrir iðkendur sem greiða árgjald, og skráning er á [email protected]. En vegna tveggja metra reglunnar höfum við ekki mörg pláss og langar okkur því að biðja ykkur um að skrá ykkur sem fyrst. Athugið að það verður boðið upp á oryoki kennslu í setunni að Kletthálsi 1 næsta laugardag. Með von um að sjá ykkur næsta laugardag og svo í Skálholti. Djúpt gassho. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |