• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Gjafabréf á hugleiðslunámskeið

22/12/2018

0 Comments

 
​Langar okkur að kynna fyrir ykkur fjögurra vikna hugleiðslunámskeið hjá Zen á Íslandi - Nátthaga. Námskeiðið heitir Andinn sópar hugann og hentar bæði byrjendum sem lengra komnum. Það hefst 7. mars og er einu sinni í viku í fjórar vikur.

Efni námskeiðsins er byggt á hljóðbókinni Breath Sweeps Mind eftir Jakusho Kwong-roshi kennara okkar. En leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki og Gyða Myoji, sem bæði hafa hlotið prestsvígslu hjá Kwong-roshi, en Zenki gegnir stöðu kennara í Nátthaga.
Picture
Kennt er í aðsetri Zen á Íslandi og er námskeiðið öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum. Þátttökugjald er 15.000 kr. en námskeiðið er ókeypis fyrir þá sem greiða árgjald í Nátthaga. Innifalið í þátttökugjaldi er dagleg hugleiðsluiðkun á meðan á námskeiðinu stendur.

Gjafabréf á námskeiðið er í boði í vefverslun Nátthaga.

Með ósk um gleðilega hátíð og blessunar á nýju ári.
0 Comments

Ný vefverslun Nátthaga

20/12/2018

0 Comments

 
Markmið Zen á Íslandi - Nátthaga er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi og er því haldin úti öflug dagskrá allan ársins hring. Öll starfsemi Nátthaga byggir á sjálfboðavinnu félagsmanna og er ný vefverslun hluti af fjáröflun félagsins. Vefverslunin býður upp á ýmsan varning sem hefur með búddisma og hugleiðslu að gera, sem dæmi má nefna bækur, hugleiðslupúða, reykelsi og námskeið.
Sjá ​http://www.zen.is/verslun
Picture
0 Comments

Vetrarfrí Nátthaga hefst 16. desember

15/12/2018

0 Comments

 
Vetrarfrí Zen á Íslandi hefst á morgun 16. desember og stendur til 6. janúar 2019. Fyrsti setudagur á næsta ári er sem sagt mánudaginn 7. janúar 2019.  Við bendum öllum á vordagskrá félagsins, en þar er að finna dag-setningar á komandi ræðum, leshringjum og öðrum við-burðum.

Viljum við óska öllum iðkendum nær og fjær gleðilegrar hátíðar og hlakkar okkur til að sjá ykkur á næsta ári. 
Picture
0 Comments

ROHATSU föstudaginn 7. desember næstkomandi

2/12/2018

0 Comments

 
Rohatsu er japanska og vísar til dags uppljómunar Búdda og hefð er fyrir því að halda daginn hátíðlegan og sitja hugleiðslu inn í nóttina. Við hjá Zen á Íslandi - Nátthaga sitjum því hugleiðslu frá kl. 22:00 föstudagskvöldið 7. desember næstkomandi og til kl. 02:00 aðfararnótt laugardagsins.
Dagur uppljómunar Búdda er hátíðisdagur allra búddista. Þá höldum við uppá að Siddhartha Gautama uppljómaðist sem Shakyamuni Búdda. Sagan á bak við þennan dag uppljómunar er í raun saga búddismans. Hún er líka saga um andlegt ferðalag venjulegs manns til uppljómunar, svo og saga kennslu hans og þeirra aðferða sem hann kenndi okkur til að lifa lífinu. Þegar þessi maður, Siddhartha Gautama, fann leiðina til uppljómunar þá leiddist hann af braut þjáningar og endurfæðingar, inn á braut uppljómunar og varð þá þekktur sem hinn uppljómaði, Shakyamuni Búdda, eða bara Búdda.
Picture
Iðkendur sem ekki hafa setið Rohatsu velta því gjarnan fyrir sér hvort þetta sé ekki langur tími til að iðka sitjandi hugleiðslu, í 4 klukkustundir. En reyndin er sú, að sögn þeirra sem áður hafa setið Rohatsu, að tíminn breytist þegar maður situr zazen í langan tíma. Klukkustund getur virst sem tuttugu mínútur og tuttugu mínútur geta virst sem klukkustund. Við viljum því hvetja alla iðkendur til að mæta og upplifa Rohatsu með okkur núna í byrjun desember mánaðar.

Það er engin seta laugardagsmorguninn á eftir.
​

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudagskvöldið.
0 Comments

    Eldra

    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð