Kennt er í aðsetri Zen á Íslandi og er námskeiðið öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum. Þátttökugjald er 15.000 kr. en námskeiðið er ókeypis fyrir þá sem greiða árgjald í Nátthaga. Innifalið í þátttökugjaldi er dagleg hugleiðsluiðkun á meðan á námskeiðinu stendur.
Gjafabréf á námskeiðið er í boði í vefverslun Nátthaga. Með ósk um gleðilega hátíð og blessunar á nýju ári.
0 Comments
Rohatsu er japanska og vísar til dags uppljómunar Búdda og hefð er fyrir því að halda daginn hátíðlegan og sitja hugleiðslu inn í nóttina. Við hjá Zen á Íslandi - Nátthaga sitjum því hugleiðslu frá kl. 22:00 föstudagskvöldið 7. desember næstkomandi og til kl. 02:00 aðfararnótt laugardagsins.
Iðkendur sem ekki hafa setið Rohatsu velta því gjarnan fyrir sér hvort þetta sé ekki langur tími til að iðka sitjandi hugleiðslu, í 4 klukkustundir. En reyndin er sú, að sögn þeirra sem áður hafa setið Rohatsu, að tíminn breytist þegar maður situr zazen í langan tíma. Klukkustund getur virst sem tuttugu mínútur og tuttugu mínútur geta virst sem klukkustund. Við viljum því hvetja alla iðkendur til að mæta og upplifa Rohatsu með okkur núna í byrjun desember mánaðar.
Það er engin seta laugardagsmorguninn á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudagskvöldið. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |