• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Er lífið á verkefnalistanum? Fyrirlestur næsta laugardag

30/9/2021

1 Comment

 
​Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.
Picture
En Zenki segir:
Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera.

Hversu lengi getum við búist við að njóta samvista fjölskyldu og vina? Hversu lengi komum við til með að njóta góðrar heilsu? Hvað er það sem skiptir raunverulega máli? Það er auðvitað ekkert sem við vitum ekki nú þegar en samt virðist það vera svo fjarri okkur í dagsins önn. Rótleysi, ótti og kvíði eru eðlilegir fylgifiskar okkar nútíma lifnaðarhátta þar sem hraði og ráðaleysi virðist oft og tíðum ráða ríkjum.

Lífið á ekki heima á verkefnalistanum því það er ekki eitthvað sem við gerum heldur eitthvað sem við erum.

Er lífið þitt á verkefnalistanum þínum?
​Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. 

Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
1 Comment

Freri safnast á fönn & Hálft tungl myndar heilan ljósboga

22/9/2021

0 Comments

 
​Næstkomandi laugardag 25. september mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við höldum áfram að lesa úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Brynjars Shoshin. Lesnir verða tveir stuttir kaflar sem bera yfirskriftina "Freri safnast á fönn" og "Hálft tungl myndar heilan ljósboga."
Picture
​En í fyrri kaflanum segir meðal annars:
"Akkúrat núna þegar ég sit hérna á þessum bjarta sumardegi eru stjörnur á himninum. Ég get ekki séð þær vegna þess að í dagsbirtunni geta augu okkar ekki séð svo langt en samt eru þær þarna úti, skínandi. Í rauninni er hvert okkar stjarna, skínandi á himni þessa óravíða alheims. Augu okkar ná ekki fjarlægðinni, hugur okkar getur í raun ekki skilið það svo við sjáum það ekki, en þegar við sitjum eins og fjall þá rennur upp fyrir okkur að í gegnum krybburnar og hvalina, og jafnvel endurtekningasöm hljóð frá vélum, getum við byrjað að finna fyrir þessari umfangsmiklu vídd sem virðist vera utan við okkur sjálf en finnst í rauninni nákvæmlega hérna innra með okkur." -Kwong-roshi
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Djúpt Gassho.
0 Comments

Söngufundur 11. september 2021

8/9/2021

0 Comments

 
​Kæru söngufélagar,

Á laugardaginn kemur 11. september kl. 10:15 verður haldinn söngufundur í húsnæðinu okkar að Kletthálsi 1. Nú hefur aðeins rýmkast um sóttvarnarreglur og því lag að hittast. Við fáum okkur kaffi og með því áður en fundurinn hefst.
Mig langar til þess að tala við ykkur um starf okkar í Nátthaga og mikilvægi þess að við leggjum Lífsgildin til grundvallar í allri okkar iðkun. Að leita skjóls í fjársjóðunum þremur er að hafa hugrekki til að treysta lífinu fyrir okkur frá andartaki til andartaks og tjá þannig Lífsgildin - lífið okkar í sinni tærustu mynd. Þannig erum við hvort öðru skjól og hvatning til að viðhalda vakandi athygli í okkar lífi til vakningar og blessunar allri skynveru.

Mér finnst mjög mikilvægt að við hittumst og ræðum saman og ég hlakka mikið til að hitta ykkur öll.

Í anda Zen,
Zenki
Picture
0 Comments

    Eldra

    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð