Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. En Zenki segir: Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera. Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
1 Comment
En í fyrri kaflanum segir meðal annars: "Akkúrat núna þegar ég sit hérna á þessum bjarta sumardegi eru stjörnur á himninum. Ég get ekki séð þær vegna þess að í dagsbirtunni geta augu okkar ekki séð svo langt en samt eru þær þarna úti, skínandi. Í rauninni er hvert okkar stjarna, skínandi á himni þessa óravíða alheims. Augu okkar ná ekki fjarlægðinni, hugur okkar getur í raun ekki skilið það svo við sjáum það ekki, en þegar við sitjum eins og fjall þá rennur upp fyrir okkur að í gegnum krybburnar og hvalina, og jafnvel endurtekningasöm hljóð frá vélum, getum við byrjað að finna fyrir þessari umfangsmiklu vídd sem virðist vera utan við okkur sjálf en finnst í rauninni nákvæmlega hérna innra með okkur." -Kwong-roshi Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho. Kæru söngufélagar, Á laugardaginn kemur 11. september kl. 10:15 verður haldinn söngufundur í húsnæðinu okkar að Kletthálsi 1. Nú hefur aðeins rýmkast um sóttvarnarreglur og því lag að hittast. Við fáum okkur kaffi og með því áður en fundurinn hefst.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |