Sonoma Mountain Zen Center stendur nú í ströngu vegna afleiðinga kórónufaraldursins. Þau hafa þurft að leggja alla starfsemi niður og þar með misst alla innkomu. Þetta er gríðarlegt áfall, eins og nærri má geta. Eins og sum ykkar vita hefur Sonoma Mountain Zen Center staðið í mikilli uppbyggingu undanfarin ár sem hefur gengið vonum framar. Nú þegar uppbyggingu er að mestu lokið og starfsemi að hefjast í nýjum húsakynnum ríður þetta reiðarslag yfir. Staðan er grafalvarleg og jafnvel ekki víst að starfsemin standist þessa ágjöf og hafa þau nú biðlað til allra sem vettlingi geta valdið um hjálp í þessum erfiðu aðstæðum. Roshi er, eins og við vitum, upphafsmaður Zen iðkunar á Íslandi og hefur hann síðastliðin 30 ár unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir okkur í Nátthaga. “At home my computer room has been transformed into Indra’s/Internet with the screen of the Heart Sutra right behind me. As I urgently plead for your help, I remember that in ancient times, temple monks and nuns would go outside the grounds to beg from house to house for alms for their survival. Perhaps this is the modern way of Takuhatsu begging, like our ancestors have practiced before us. According to Indra’s net, we are all interdependent. What we do or do not affects everyone and everything in the universe.” -Jakusho Kwong -roshi. Við hjá Zen á Íslandi höfum ákveðið að leggja til fjármagn til styrktar. Margt smátt gerir eitt stórt og nú langar mig til þess að biðla til ykkar með það hvort þið gætuð látið eitthvað af hendi rakna til styrktar bræðrum okkar og systrum í Sonoma Mountain Zen Center. Í hverfuleika sínum koma allir hlutir og fara eins og skýin á himninum. Í hverri innöndun þiggjum við lífið og með hverri útöndun gefum við það frá okkur. Þannig öndum við með öllu sem er, þannig andar alheimurinn. Iðkun okkar á sér engin takmörk og verk okkar eiga sér engin landamæri. Ég vona svo sannarlega að Sonoma Mountain Zen Center megi áfram vera iðkunar- og griðarstaður um ókomna framtíð. Styrkja má Sonoma Mountain Zen Center... ...með því að notast við Paypal (eða kreditkort): Bara smella á hnappinn: ...með því að millifæra til Zen á Íslandi - Nátthaga með skýringunni "Sonoma": kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 skýring. "Sonoma" ...með því að gera erlenda millifærslu beint til Sonoma Mountain Zen Center: Account Owner: Sonoma Mountain Zen Center Routing nr: 322271627 Account: 8842263539 Swift: CHASUS33 Bank Address: 2700 Yulupa Avenue, Santa Rosa. CA 95405, USA Djúpt gassho, Ástvaldur Zenki
0 Comments
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |