Efni fundarins á laugardaginn verður meðal annars:
Við hvetjum alla til að mæta og taka virkan þátt í að styðja og styrkja við iðkun Soto Zen búddisma á íslandi þannig að iðkunin megi dafna og festa rætur hér á landi um ókomna tíð.
Við byrjum kl. 08:00 á Zen hugleiðslu og svo tekur fundurinn við og honum lýkur kl. 10:30.
0 Comments
Næsta laugardag 28. október mun Helga Kimyo halda Dharma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskrift ræðunnar er: "Hefur hundur Búddaeðli eða ekki?". Hið svokallaða Mu Koan er án efa lang frægasta Koan Zen Búddismans, en það er eitthvað á þessa leið: Munkur spyr kínverska Zen meistarann Joshu: Á kínversku þýðir "Mu" bókstaflega "Nei," en það er líka tákn andstæðunnar og getur því þýtt "Ekki-hlutur", "Ekki-hefur" eða "Ekki-neitt". Það mætti því ætla að Joshu sé að svara því til að hundur hafi ekki Búddaeðli, en þetta svar þýðir ekki það sem þú heldur að það þýði. Eins og með öll Koan, þá er þetta Koan til þess gert að benda á raunveruleika sem er handan hugsunar og tvíhyggju hugmynda. Joshu er hér að reyna að fá munkinn til að hætta að hugsa um annað hvort eða. Hundar hafa Búddaeðli, eins og allar skynverur, en ólíklegt er að hundur viti að hann er mögulegur Búdda, og því kemur Búddaeðlið hundinum lítið við.
En það er þetta Koan sem Helga Kimyo hefur sem veganesti í ræðu sinni á laugardaginn kemur. Dagskráin verður með örlítið öðru sniði því Helga Kimyo mun fara með ræðuna á meðan við sitjum hugleiðslu. Allir eru hjartanlega velkomnir, en sitjandi hugleiðsla hefst kl. 08:00. Aðgangur er ókeypis.
Um að gera að láta sjá sig, allir eru velkomnir. Hægt er að mæta beint í leshringinn kl. 10:15, en við byrjum dagskrá laugardagsins eins og venjan er með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Sjáumst.
Laugardaginn 14. október næstkomandi frá kl. 10:15 - 11:15 fer fram leshringur í Nátthaga. Í þessum leshring munum við lesa kafla úr bókinni Hvert augnablik er alheimurinn og að vera tíminn, eftir Dainin Katagiri, í íslenskri þýðingu Brynjars Shoshin. Katagiri-roshi var japanskur Zen kennari og mjög mikilvægur í kynningu á Zen Búddisma í Ameríku. Hann kom fyrst vestur um haf árið 1965 til að aðstoðað Shunryu Suzuki í San Francisco Zen Center, sem hann svo gerði til 1971. Þá flutti hann um set og gerðist fyrsti ábóti Minnesota Zen Meditation Center og þjónaði þar til dauðadags árið 1990. Katagiri-roshi lét eftir sig frábærar bækur eins og Returning To Silence, You Have to Say Something og Each Moment Is the Universe, sem Brynjar hefur nú þýtt kafla úr og við ætlum að lesa næsta laugardag. Í þessari bók byggir Katagiri-roshi kennslu sína á að Vera Tíminn, texta eftir frægasta Zen meistara allra tíma, Eihei Dogen. Þar er sýnt að tíminn er í raun skapandi flæði sem stöðugt endurgerir alheiminn, og allt í honum - og að skilja þetta er í raun uppgötvun á leiðinni til frelsunar frá ófullnægju daglegs lífs. Það er auðvelt að umgangast tímann sem vöru – við tölum jafnvel um að 'spara' hann eða 'eyða' honum. Oft lítum við á hann sem óvin, þegar okkur finnst hann líða hjá áður en við erum tilbúin undir að tíminn sé búinn. Sjónarhorn Zen á tímann er afar frábrugðið þessu: tími er ekki eitthvað aðskilið frá lífi okkar; heldur, líf okkar er tími. Skildu þetta, segir Dainin Katagiri, og þú getur lifað frjáls og til fulls nákvæmlega þar sem þú ert í hverju augnabliki. Í bókinni segir Katagiri líka: Þegar þú skilur hvernig ýmis atriði mannlegs lífs þróast í augnabliki getur þú lifað frjáls á sviði tímans. Þú getur mætt augnablikinu og vitað hvað gera skuli. Þá getur þú skapað líf þitt með meðvitaðri breytni og líf þitt raunverulega virkað. Eins og alltaf eru allir velkomnir á leshringinn, en að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |