Næstkomandi laugardag 27. febrúar 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Stefnumót við lífið" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. "Ert þú tilbúin/n til að sjá skýrt það sem er hér og nú og býrðu yfir mildi og hugrekki til að líta ekki undan? Að setjast í zazen hugleiðslu er stefnumót við lífið, þitt eigið líf hér og nú. Með öllu því sem fylgir, ekkert undanskilið, bara þú og lífið." -Ástvaldur Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho.
"Til þess að kunna að meta eitthvað þarft þú að vera til staðar. Þú sérð ekki fegurð ef þú skynjar hana sem eitthvað fyrir utan þig – að vera til staðar þýðir að vera fegurðin. Þannig munt þú sjálfkrafa læra að meta lífið á dýpri hátt." - Úr No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong-roshi, í þýðingu Gunnlaugs Péturssonar Allir eru hjartanlega velkomnir og við byrjum hugleiðslu kl. 08:00.
Í anda Zen. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfan sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum. Markmið námskeiðsins er m.a.:
Námskeiðið kostar 15.000,- kr. og verður kennt fjóra fimmtudaga frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru. Kennarar á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi ásamt Gyðu Myoji og Kolbeini Seido sem hafa áralanga reynslu af hugleiðsluiðkun. Hvar: Klettháls 1, önnur hæð til hægri þegar komið er upp stigann, og á Zoom. Hvenær: Á fimmtudögum frá 28. janúar til 18. febrúar frá kl. 17:30 - 19:00. *** Allt orðið fullt á Kletthálsi, bara Zoom eftir *** *** ATHUGIÐ *** Vegna COVID-19 faraldursins verður námskeiðið líka í boði með hjálp fjarfundabúnaðarins Zoom. *** ATHUGIÐ *** Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem og lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins... Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 ...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan: Djúpt Gassho.
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 9:00 og sitjum í 40 mínútur. Takið þátt í hugleiðslunni með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Síðasta haust fór Zoom að krefjast þess að gefið væri upp lykilnúmer og er það líka hér að neðan. Hugleiðsla með Nátthaga Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 Að hugleiðslunni lokinni hefst leshringurinn í beinu framhaldi kl. 9:45. Takið þátt í leshringnum með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk og lykilnúmer. Athugið að þetta er annað kenni en fyrir setuna hér að ofan. Leshringur hjá Nátthaga Zoom kenni: 894 7170 7028 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/89471707028 Allir eru velkomnir í hugleiðsluna og á leshringinn og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho.
Þegar maður lærir fyrst að sitja zazen þá getur maður ekki lært zazen til hlýtar, í heild sinni í einu höggi. Við byrjum því á að búta zazen niður í litla bita og fylgjum þeim í ákveðinni röð: að stjórna líkamanum (choshin), að stjórna andanum (chosoku) og svo að stjórna huganum (choshin). Í Eihei-koroku skrifaði Dogen: "Í zazen er mikilvægt að sitja í réttri líkamsstöðu. Næst skaltu stjórna andanum og svo róa þig niður." -Issho Fujita DAGLEG IÐKUN Á ZOOM Mánudaga kl. 17:30 - setið í 40 mínútur
Þriðjudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Miðvikudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Fimmtudaga kl. 17:30 - setið í 40 mínútur Föstudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Laugardaga kl. 09:00 - setið í 40 mínútur Zazen @ Nátthagi Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564
Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Zazen @ Nátthagi Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
Hún er líka saga um andlegt ferðalag venjulegs manns til uppljómunar, svo og saga kennslu hans og þeirra aðferða sem hann kenndi okkur til að lifa lífinu. Þegar þessi maður, Siddhartha Gautama, fann leiðina til uppljómunar þá leiddist hann af braut þjáningar og endurfæðingar, inn á braut uppljómunar og varð þá þekktur sem hinn uppljómaði, Shakyamuni Búdda, eða bara Búdda. Iðkendur sem ekki hafa setið Rohatsu velta því gjarnan fyrir sér hvort þetta sé ekki langur tími til að iðka sitjandi hugleiðslu, í 4 klukkustundir. En reyndin er sú að tíminn breytist þegar maður situr zazen í langan tíma. Klukkustund getur virst sem tuttugu mínútur og tuttugu mínútur geta virst sem klukkustund. Við viljum því hvetja alla iðkendur til að mæta og upplifa Rohatsu með okkur núna í byrjun desember mánaðar. Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Athugið að þetta er annað kenni en við notum fyrir okkar reglulegu iðkun. Nátthagi ROHATSU Zoom kenni: 894 8617 4774 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/89486174774 Athugið! Það er svo engin seta laugardagsmorguninn á eftir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest á föstudagskvöldið. Reykjavík 25.11.2019 SKRÁNING Í TRÚFÉLAGIÐ ZEN Á ÍSLANDI – NÁTTHAGA Kæri viðtakandi,
Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2021 þarf að breyta skráningunni fyrir þriðjudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum.
Fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga, Ástvaldur Zenki Traustason Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga Alfred Chozetsu Þórðarson Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga
Leshringurinn er svo í beinu framhaldi frá kl. 9:45. Endilega takið þátt í leshringnum með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Athugið að þetta er annað kenni en fyrir zazen, og núna í haust fór Zoom að krefjast þess að gefið væri upp lykilnúmer: Nátthagi Leshringur Zoom kenni: 871 4767 4658 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/87147674658 Athugið! að þetta er ekki sama Zoom kenni og við notum fyrir hugleiðsluna. Þegar við lifum lífum okkar rótföst í þessum skilningi gæti sitthvað verið stórt eða það gæti verið smátt. Ef það er stórt, allt í góðu, það er stórt; og ef það er smátt þá er það smátt. Allur samanburður er óþarfur. Það er bara allt eins og það er og það er lífgefandi. -Kwong-roshi Djúpt Gassho.
|
Eldra
February 2021
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |