Heil og sæl,
Á laugardaginn kemur, 18. janúar 2025 verð ég með Darmaræðu á Kletthálsi 1 kl. 9:15. Hver stund er áskorun til að vakna til síns eigin lífs. Hvers vegna ættum við að vakna og hvers vegna er það svona mikilvægt? Fyrir mér er það að vakna til síns lífs að bera kennsl á sitt sanna sjálf, sjá í gegnum okkar hugmyndir um það hver við erum og hvernig við erum til. Að sjá hvernig allt birtist samtímis og er innbyrðis tengt. Að sjá skýrt að það er ekki til nein aðgreind tilvera. Það að vakna er auðveldara um að tala en í að komast, iðkun er okkur öllum mikil áskorun og á sama tíma stórkostleg gjöf. -Ástvaldur Zenki.
0 Comments
Gjöf sem gefur! Ef þú vilt gleðja einhvern með inneign á hugleiðslunámskeið hjá Zen á Íslandi þá höfum við úbúið þetta gjafabréf Fáðu nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst á [email protected]
Við sitjum Rohatsu nk. föstudag, 6. desember. Við höldum upp á uppljómunardag Búdda með því að iðka saman zazen (og velkomið að standa upp og gera kinhin) frá kl. 21:00 til 01:00. Búdda sat undi bodhítrénu og hafði strengt þess heit að standa ekki upp fyrr en hann hefði leyst gátuna um lífið og dauðann. Þegar eldaði af degi sá Búdda morgunstjörnuna og morgunstjarnan sá hann. Uppljómun Búdda var djúp og byltingarkennd, hann sá hvernig allur alheimurinn rís samtímis, nákvæmlega hér og nú. Það opinberaðist fyrir honum að allt er innbyrgðis tengt, ekkert getur komið fyrir eitt nema að það komi fyrir allt. Allur alheimurinn í einu blómi. Þannig fyllir okkar iðkun út í allan alheiminn og hefur djúp og umbreytandi áhrif. Eins og gárur sem bylgjast um yfirborð vatns og fylla út í hvern krók og kima. Slík iðkun er besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér og öðrum. Við viljum hvetja alla iðkendur til að koma og upplifa Rohatsu með okkur. Stærsta gjöfin er að sitja saman í þögninni með athyglina á andardrættinum, tengja hug og hjarta í augnablikinu og upplifa þannig lífið sjálft - hér og nú! Ég hlakka til að hitta ykkur á föstudaginn. Gassho, Myoji Ino Kæri lesandi, Markmið Zen á Íslandi - Nátthaga er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen Búddisma á Íslandi. Í Nátthaga er því haldið úti öflugri dagskrá allan ársins hring sem samanstendur af sitjandi hugleiðslu (zazen) fimm daga vikunnar ásamt ýmissi annarri fræðslu og viðburðum. En félagið gæti ekki haldið úti slíkri dagskrá ef ekki kæmi til sjálfboðavinna meðlima félagsins og styrkir velunnara og ríkisins til félagsins. Teljir þú starfsemi Zen á Íslandi þýðingarmikla þá er okkur mikill styrkur í að þú skráir þig í trúfélagið. Ef þú ert þegar skráður þá þökkum við stuðninginn og vonum að þú verðir félagi áfram. Viljir þú gerast félagi er auðvelt að breyta trúfélagsskráningu sinni (sjá leiðbeiningar á heimsíðu okkar). Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2025 þarf að breyta skráningunni fyrir sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum. Með fyrirfram þökk og fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga, Ástvaldur Zenki Traustason Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga Alfred Chozetsu Þórðarson Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga Fimm nemendur tóku Jukai laugardainn 23. nóvember síðastliðinn. Með því tóku þeir lífsgildin sem sín grunngildi í lífinu, og þar með skýra afstöðu með lífinu og gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti.
Shakuhachi flautuleikarinn Kiku Day verður á Íslandi um helgina og mun leika á shakuhachi flautu á eftir zazen hugleiðslu þann 14. september næstkomandi kl 9:40. Zazen hefst að venju klukkan 8:00 og svo verður þessi viðburður beint í kjölfarið. Um er að ræða stutta tónleika og kynningu á Jinashi Shakuhachi sem er náttúruleg japönsk bambusflauta þar sem lítið hefur verið átt við innra byrðið. Kiku Day hefur lært í sérstakri zen shakuhachi hefð en hefur einnig spilað á shakuachi flautu í nútíma- og spunatónlist og hefur hún frumflutt verk eftir fjölmörg nútímatónskáld þ.á.m. Frank Denyer. Hún bjó í Japan til 5 ára aldurs en ólst síðan upp í Danmörku en hefur búið víðs vegar um heiminn, til dæmis í Norður og mið-Ameríku. Hún er doktor í þjóðtónlistarfræðum (Ethnomusicology). Hún er einn af stofnmeðlimum European Shakuhachi Society (ESS) og var formaður þess í 10 ár eða frá 2009 - 2019. Í þeirri gerð af shakuhachi leik sem hún hefur einbeitt sér að eða honkyoku, tengist tónlistarflutningur og hugleiðsla djúpum böndum. Í spjalli mun hún útskýra þetta nánar og segja frá þessari hefð og leika tóndæmi ýmis konar. Um Kiku Day: http://www.kikuday.com/ Um komuso eða Shakuhachi flökkumunka: https://www.komuso.com/top/komuso_history.pl Öll eru velkomin Kæru vinir,
Notaleg stund á laugardagsmorgni. Ég verð með Darmaræðu á laugardaginn kemur, 7. september kl. 9:15. Fljúgandi start á laugardegi til lukku. - Þeir sem vilja geta komið í hugleiðslu kl. 8:00. - Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Aðalfundur trúfélagsins Nátthaga - Zen á Íslandi verður haldinn laugardaginn 11. maí næstkomandi kl. 10:00 í húsakynnum félagsins að Kletthálsi 1, 2.hæð. Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir: 1. Inngangur Zenki 2. Skýrsla stjórnar 3. Skýrsla gjaldkera 4. Kosning stjórnar 5. Kosning skoðunarmanns 6. Önnur mál Við munum sitja hugleiðslu frá kl. 8:00 og aðalfundurinn hefst kl. 10:00. Í anda Zen. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |