Námskeiðið hefst fimmtudaginn 8. febrúar 2018, kl. 17:30 - 19:00. Það stendur í 4 vikur, einu sinni í viku á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00 og lýkur því 1. mars. Kennt er í aðsetri Zen á Íslandi á Grensásvegi 8, 4. hæð.
Námskeiðið er öllum opið, óháð trúar- og lífsskoðunum. Þátttökugjald er 15.000 kr. en námskeiðið er ókeypis fyrir þá sem greiða árgjald í Nátthaga. Innifalið í þátttökugjaldi er dagleg iðkun á meðan á námskeiðinu stendur. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected].
0 Comments
Allir forfeður og allir búddar sem viðhalda búdda darmanu hafa gert uppréttar setur að hinni sönnu leið til vakningar, iðkandi í miðju sjálf-viðtakandi-og-notandi samadi. Þau sem hafa náð vöknun á Indlandi og Kína hafa fylgt þessari leið. Allir eru hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Athugið að dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Kæru félagar, Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Eins og flest ykkar vita erum við Gyða Myoji nýkomin heim eftir dvöl á Sonomafjalli þar sem ég hlaut Dharmayfirfærslu (Dharma Transmission) frá Roshi. Þetta var afskaplega ánægjuleg dvöl og biður Roshi hjartanlega að heilsa ykkur öllum. Ég segi ykkur betur frá við tækifæri. Við Myoji tókum líka þátt í athöfn sem fór fram á gamlárskvöld, en á Sonoma er gamla árið kvatt með 108 bjölluslögum ásamt því að brenna karmað í fallegri athöfn sem haldin er utandyra. Svo var líka kveikt í nokkrum blysum eins og lög gera ráð fyrir. Myndir frá athöfninni má finna á vefnum okkar undir IÐKUN > Myndir > Sonoma áramót 2018/2019. Í búddískri iðkun er karmað brennt í tákrænni athöfn. Þá er tími til að horfa til baka, líta yfir farinn veg og íhuga líf sitt og stefnu. Flest áramótaheit drukkna í mynstrunum okkar þrátt fyrir góðan ásetning eins og við vitum, karmað er sterkt og óumflýjanlegt. Með því að brenna karmað með þessum hætti látum við í ljós ósk okkar um að lífið okkar, hugsun, orð og athafnir verði til blessunar öllum lifandi verum.
Nk. laugardag, 20. janúar höldum við í Nátthaga upp á nýja árið og brennum karmað okkar í táknrænni athöfn eins og við gerðum í fyrra. Í kjölfarið fáum við okkur kaffi og eigum saman góða stund. Ykkur er að sjálfsögðu velkomið að bjóða með ykkur vinum og fjölskyldu. Ég hakka til að sjá ykkur öll! Laugardagurinn 20. janúar 2018: 08:00 Zazen 08:30 Nýársathöfn 09:00 Nýárskaffi Gassho, Zenki
Í leshringnum lesum við úr kaflanum Hin tíu mikilvægu lífsgildi: Hugur visku þar sem Daido-roshi fer yfir hin tíu mikilvægu lífsgildi og skoðar þau frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þar segir til dæmis: Að taka líf lifandi veru er brot á fyrsta mikilvæga lífsgildinu. Samt er deyðing lífs allt í kringum okkur, alla tíð. Við tökum öll þátt í henni. Við deyðum til að viðhalda okkar eigin lífi. Sú mikilvægisskipting lífs sem er almennt viðurkennd meðal manna, þar sem við erum efst og kýr og hvítkál eru fyrir neðan, er bara handahófskennd skipting. Líf er líf. Það er allt heilagt - minnsta skordýr, gulrót, kjúklingur, manneskja. Allur matur sem við neytum er líf. Þannig er þetta á jörðinni. Það er engin vera á yfirborði þessarar plánetu sem neytir matar án þess að það sé á kostnað annars lífs. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni.
Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Gleðilegt ár! Nú er vetrarfíi að ljúka og viðamikil vordagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga hefst á þriðjudaginn kemur 9. janúar og er fyrsta seta kl. 07:20 á Grensásvegi 8, 4. hæð. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Iðkunartíma má finna á vefnum okkar undir valmyndinni IÐKUN > Dagleg iðkun eða með því að smella á hnappinn: Á dagskrá vetrar og vors 2018 eru meðal annars einir sex leshringir. Fyrir leshring er valinn kafli úr bók um Zen þýddur á íslensku. Á leshringnum sjálfum er þýðingin lesin og spinnast þá oft mjög áhugaverðar umræðum í kringum efni hennar. Vísa má til margs skemmtilegs spjalls frá síðasta hausti um innihald þýddu kaflanna úr bókinni "Hvert augnablik er alheimurinn" eftir Dainin Katagiri. Við hvetjum alla til að mæta og taka þátt í leshringjum núna í vetur. Zen ræður eru líka stór hluti af dagskrá okkar en þær halda kennarar okkar, Ástvaldur Zenki og Helga Kimyo, svo til í hverjum mánuði. Efni ræðanna hefur verið mjög fjölbreytt og skemmtilegt og má til dæmis rifja upp ræðurnar "Það er ekki eftir neinu að bíða" og "Hefur hundur Búddaeðli eða ekki?" frá síðasta hausti. Það verða fjórar ræður núna í vetur og hvetjum við alla til að láta sjá sig. Námskeiðið Andinn sópar hugann hefur verið haldið bæði vor og haust síðustu árin og er engin breyting á því í ár. Námskeiðið verður á fimmtudögum frá 8. febrúar til 1. mars frá kl. 17:30-19:00. Það er bæði ætlað byrjendum og iðkendum sem eru lengra komnir. Okkur langar til að hvetja ykkur öll til að koma á námskeiðið og upplifa Zen hugleiðslu. Líka þau sem hafa stundað hugleiðslu einhvern tíma; það er alltaf gott að fríska upp á formið. Nánari upplýsingar um námskeiðið má sjá á vefnum okkar undir valmyndinni NÁMSKEIÐ > Andinn sópar hugann eða með því að smella á hnappinn: Í maí verða svo Sesshin hugleiðsludagar í Skálholti. En á Sesshin koma Zen iðkendur saman og iðka í þögn yfir nokkurra daga skeið. Dagskráin er krefjandi, hefst snemma og inniheldur iðkun, viðburði, fræðslu og fleira. Eins og almenn Zen iðkun, þá hafa hugleiðsludagar margskonar góð áhrif á þátttakendur og langar okkur því að hvetja sem flesta til að taka þátt. Til viðbótar við þessa viðburði verður til dæmis nýársathöfn laugardaginn 20. janúar, samu, samverustundir og fleira. Allir dagskrárliðir verða kynntir nánar þegar nær dregur. En dagskrána í heild sinni má sjá á vefnum okkar undir valmyndinni Á DÖFINNI > Dagskrá Nátthaga eða með því að smella á hnappinn: Með von um að sjá ykkur sem flest sem oftast.
"Til vakningar, blessunar og verndar fyrir allar verur" |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |