![]() Næstkomandi laugardag 14. janúar 2023 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn „Eins og fremri og aftari fótur á göngu“ að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Hvernig getum við lært að ganga í friði og lagt þannig lóð á vogarskálar friðar og jafnréttis? Það er mikilvægt að þekkja sitt eigið göngulag. Því manneskja sem þekkir djúplega sitt eigið göngulag gengur í friði og færir ljós inn í allar aðstæður og hvert skref græðir og nærir. Úr friðarsporum spretta blóm umburðarlyndis og kærleika gagnvart okkur sjálfum, náttúrunni og okkar samferðafólki. Slík manneskja sér hið smáa í því stóra og hið stóra í því smáa og skilur djúplega að allt í heiminum er samtengt, samofið í eina lifandi heild. - Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
May 2023
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |