Næstkomandi laugardag 1. október 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Fjöllin bláu ganga án afláts" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Ástvaldur Zenki segir:
"Frá upphafi tímans hafa fjöllin gengið án afláts. Það er mikilvægt að þekkja vel göngulag fjallanna því það að þekkja göngulag fjallanna er að þekkja sitt eigið göngulag. Fjöllin vaka fjarskablá yfir fjörðum og dölum og eru, rétt eins og við mennirnir, á sífeldu iði. Ekki efast um göngu þeirra þó þau séu mikilfengleg og ímynd stöðugleikans og líti alls ekki út fyrir að vera að fara neitt sérstakt. Allt breytist stöðugt, það er eðli fjalla og manna." Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Næsta laugardag 17. september mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Vð lesum kafla í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni “Ekkert upphaf, enginn endir” eftir Jakusho Kwong-roshi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Öll eru velkomin og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum kemur meðal annars þetta fram: “Þegar þið takið við einhverju opnum örmum verðið þið að sleppa takinu af öllu öðru, jafnvel ykkur sjálfum, þeim sem eru að taka við.” Heil og sæl, Mig langar til þess að segja ykkur frá því að það verður blásið til söngufundundar næsta laugardag 10. september. Við fáum okkur morgunkaffi og með því eftir Zazen og höfum svo fund í kjölfarið. Í Söngu erum við hvort öðru skjól og styrkur. Við sitjum ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir alla skynveru, fjölskylduna okkar og samfélagið allt. Í söngu lærum við listina að staldra við og sjá djúpt og vera hvort öðru það faðmlag og skjól sem við þurfum til að vakna. Að vakna er besta gjöfin sem við getum gefið hvort öðru. „Þegar þú leyfir þér að vera í söngu eins og vatsdropi leyfir sér að vera í ánni, orka söngunnar getur smogið inn í þig og umbreyting og heilun verður möguleg.” -Tich Nath Hanh Breyting hefur verið gerð dagskránni okkar og einnig verða mannabreytingar í nokkrum embættum. Ég hlakka til að sjá ykkur öll. Gassho, Zenki Hvenær: 15. september - 13. október 2022 Hvar: Klettháls 1, Reykjavík Tími: Fimmtudagar 17.30-19.00 (1 x í viku í 4 vikur) og Laugardagur 8. okt. kl. 08.00 (opinn tími) Verð: 25.000 krónur Skráning: [email protected] eða með hnappnum hér að neðan Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, fyrirlestrum og fleiru.
Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum. Markmið námskeiðsins er m.a.:
Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] og greiða 25.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins: Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 ...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga hér á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan: Þann 1. september hófst vetrariðkun Zen á Íslandi, en dagskrá hennar breytist örlítið þetta haustið: DAGLEG ZEN IÐKUN Í HAUST
Þar að auki hófst haustdagskráin með ræðu Ástvaldar Zenki síðasta laugardag. En á dagskrá haustsins má finna vinnuiðkun, setudaga, námskeið, leshringi, ræður og Borgarsesshin. Zen iðkun er góð gjöf til sjálfs þíns og tækifæri til að staldra við og vera betur til staðar í annasömu hversdagslífi.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |