Vorsesshin Zen á Íslandi verður haldið í Skálholtsbúðum dagana 24.-28. maí 2023. Sesshin er nokkurra daga samfelld hópiðkun og þýðir "að snerta hug og hjarta" sem vísar til þess að á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Iðkun fer fram í þögn og með vakandi athygli, þannig gefum við hvert öðru rými og einbeitum okkur að hinni einu stund. Dagskráin hjálpar iðkendum að gefa sig fyllilega að því sem á vegi þeirra verður hverju sinni, í hugleiðslusetum, gönguhugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun og sameiginlegum máltíðum, en þátttakendum gefst líka tími til hvíldar á milli dagskrárliða. Máltíðir fara fram í formlegri oryoki athöfn þrisvar sinnum á dag en utan þeirra er boðið upp á kaffi og snarl í hvíldarpásum.
0 Comments
Aðalfundur trúfélagsins Zen á Íslandi - Nátthaga verður haldinn laugardaginn 20. maí næstkomandi kl. 10:00 í húsakynnum félagsins að Kletthálsi 1, 2.hæð. Dagskrá aðalfundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera 3. Kosning forstöðumanns 4. Kosning stjórnar 5. Önnur mál Við munum sitja hugleiðslu frá kl. 8:00 og aðalfundurinn hefst kl. 10:00. Í anda Zen. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |