Kennari: Ástvaldur Zenki, Kennari Zen á Íslandi Hvenær: 3. - 24. febrúar Hvar: Klettháls 1, Reykjavík Tími: Fimmtudagar 17.30 - 19.00 (1 x í viku í 4 vikur) Verð: 15.000 krónur Skráning: [email protected] Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.
Markmið námskeiðsins er m.a.:
Námskeiðið kostar 15.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru. Kennari á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi. En hann hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og hlaut í kjölfarið vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð og hlaut þar að auki dharma transmission frá Kwong Roshi árið 2018. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. Allir eru hjartanlega velkomnir og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins:
Djúpt Gassho.
0 Comments
Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest uppi á Kletthálsi.
Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 "Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka." -Ástvaldur Zenki Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest.
Næstkomandi laugardag 8. janúar 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja darmaræðuna "Lífið er hjartans mál" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Ræðan er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. "Ég sit hljóður, geri ekki neitt, vorið kemur og grasið vex af sjálfu sér" orti japanska ljóðskáldið Matsuo Basho. Ástvaldur Zenki segir: "Við mennirnir erum oftast of uppteknir af okkar eigin málum og hugðarefnum til að heyra tungumál hjartans sem talar þó til okkar öllum stundum. Þau okkar sem hafa setið hljóð í þögninni og orðið eitt með lífinu, skynja það djúplega að tungumál hjartans er skýrt og tært á sama tíma og það fæst ekki skilið. Lífið er svo sannarlega hjartans mál sem kemur okkur öllum við. Við ættum að staldra við og leggja við hlustir." Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |