![]() Laugardaginn 28. nóvember næstkomandi klukkan 09:15 mun Kolbeinn Steinþórsson halda fyrirlestur um Zen iðkun í aðsetri Zen á Íslandi - Nátthaga að Grensásvegi 8, fjórðu hæð. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Að vega salt", og mun Kolbeinn m.a. fjalla um það að finna jafnvægið milli tveggja andstæðra póla. Kolbeinn hefur verið iðkandi í Nátthaga til margra ára og starfar sem nálastungumaður og nuddari. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn! Aðgangur er ókeypis, og athugið að einnig er hægt að taka þátt í sitjandi og gangandi hugleiðslu kl. 08:00.
0 Comments
JAKUSHO KWONG ROSHI 80 ÁRA
Kæru félagar og vinir, Senn líður að stórtíðindum, því að laugardaginn 14. nóvember næstkomandi verður Jakusho Kwong-roshi, kennari og andlegur leiðtogi Zen á Íslandi - Nátthaga, áttræður. Jakusho Kwong, eða Roshi eins og hann er kallaður, hefur verið kennari og andlegur leiðtogi Zen á Íslandi allt frá stofnun hópsins árið 1986. Roshi hefur heimsótt okkur nánast á hverju ári frá þeim tíma og unnið gríðarlegt starf til að sá fræjum Zen iðkunar á Íslandi. Það er ekki ofsögum sagt að ef væri ekki fyrir hans miklu vinnu í þágu Dharma þá værum við ekki hér í dag! Við höldum upp á daginn á Grensásvegi 8 með sérstakri afmælisdagskrá laugardaginn 14. nóvember næstkomandi. Allir eru velkomnir, og sérstaklega eldri nemendur Kwong Roshi sem og fjölskyldumeðlimir, makar, vinir og börn. Dagskráin hefst kl. 08:00 með hugleiðslu í um 30 mínútur. Síðan verður kennsla Roshi lesin í íslenskri þýðingu, og um klukkan 09:00 verður boðið til kaffisamsætis. Hægt verður að senda Roshi heillaóskir á afmælinu með hjálp tölvutækninnar. Við vonum að sem flestir sjái sér fært að samfagna með okkur þessu stórafmæli á laugardaginn! ![]() Bakkabræður: heimspekileg upplifun Laugardaginn 7. nóvember næstkomandi kl. 09:15 - 10:15 mun Helga Kimyo Jóakimsdóttir halda fyrirlestur um Zen iðkun, og ber hann yfirskriftina Bakkabræður: heimspekileg upplifun. Helga Kimyo er annar tveggja aðstoðarkennara (Dharma Holder) Nátthaga auk þess að gegna hlutverki forstöðumanns trúfélagsins. Kimyo hefur verið nemandi Kwong Roshi frá árinu 1986. Hún starfar sem kennari í Alexandertækni. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og aðgangur er ókeypis. Einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu sem hefst kl. 08:00. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |