![]() Næstkomandi laugardag, 1. apríl höldum við upp á afmæli Búdda á Grensásveginum með fjölskyldu og vinum. Við höldum fallega athöfn í Zendóinu okkar kl. 11:00 þar sem við förum upp að altarinu og laugum Búdda vatni. Með athöfninni minnumst við fæðingu Búdda og bjóðum börnum okkar, fjölskyldu og vinum að taka þátt. Athöfnin tekur um 30 mínútur. Það er gott að geta leyft fjölskyldu og vinum að skyggnast inn í okkar iðkun og upplifa styrkinn og einlægnina sem einkennir okkar athafnir. Það væri líka sérstaklega gaman að sjá eldri iðkendur sem ekki hafa komið lengi. Eftir athöfnina höldum við afmælisveislu og eins og venjulega leggur hver og einn til eitthvað gómsætt svo úr verður dýrindis veisluborð að vanda. Athugið að það er engin seta um morguninn.
1 Comment
Laugardaginn 18. mars næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 fer fram leshringur í Nátthaga. Nú lesum við saman íslenska þýðingu Gyðu Myoji á köflum úr bókinni Hvernig á að matreiða lífið? (How to cook your life) eftir japanska Zen meistarann Kosho Uchiyama-roshi. Á 13. öld skrifaði Zen meistarinn Dogen handbókina “Leiðbeiningar fyrir Zen kokkinn”. Undirbúningur máltíða í Zen klaustrum og andleg iðkun eiga sér margar hliðstæður og í bók sinni kennir Dogen okkur hvernig á að “matreiða” lífið. Uchiyama-roshi varpar nýju ljósi á þennan sígilda texta Dogen með umfjöllun sinni, þeim sem ganga veginn í dag til gagns og blessunar. Allir eru velkomnir á leshringinn. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. ![]() Laugardaginn 11. mars næstkomandi kl. 10:15 - 11:15 mun Helga Kimyo halda fyrirlestur í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Erindið ber yfirskriftina Hattur töframannsins: Erfiði og unaðsstundir daglegs lífs í búddísku ljósi. Helga Kimyo hefur verið nemandi Kwong Roshi frá árinu 1986 og gegnir stöðunni "Wisdom Holder" í Nátthaga. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn og athugið að aðgangur er ókeypis. |
Eldra
February 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |