Hugleiðsludagar Zen á Íslandi - Nátthaga voru haldnir síðasta vor í Skálholti frá 11. - 15. maí 2016. Bragi Valdimarsson tók mikið af lifandi myndum við þetta tilefni og nú er búið að klippa til ræðu Roshi frá laugardeginum 14. maí. Þetta var frábær ræða og er enn betri þegar maður hlustar í annað sinn, eins og á við um flest Zen. Góðir hlutir taka góðan tíma. Njótið vel.
Þeim sem langar að horfa á meira þá má líka benda á Samræðufund Roshi, Nyoze og Sigríðar Þorgeirsdóttur sem haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu nokkrum dögum síðar eða 18. maí 2016.
Í gassho,
Alfred Chozetsu
1 Comment
Laugardaginn 21. janúar næstkomandi kl. 09:15-10:15 mun Helga Kimyo halda ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskriftin er "Hugur og líkami falla burt", en í ræðu sinni mun Kimyo leggja út frá stuttum kafla í Eihei Koroku, þar sem þessi myndlíking Zen meistarans Dogen gegnir veigamiklu hlutverki. Helga Kimyo gegnir hlutverki forstöðumanns í Nátthaga, en í nóvember síðastliðnum veitti Kwong Roshi, kennari trúfélagsins, Kimyo svokallað Dharma Transmission. Allir eru hjartanlega velkomnir á ræðuna. Athugið að aðgangur er ókeypis. Að venju hefst dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Á fundi, laugardaginn 14. janúar var ákveðið að breyta dagskránni okkar lítillega. Í stað morgun- og kvöldhugleiðslu á fimmtudögum þá verður eftirmiðdagshugleiðsla kl. 17:30. Nánar um daglega iðkun hér.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |