0 Comments
- Jakusho Kwong-roshi, úr bókinn "No Beginning, No End" í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
Á laugardaginn næstkomandi kl.10:15 verður fyrsti leshringur vetrarins. Nú er komið að því að skoða eina helstu ritningu Búddadómsins, sjálfa Hjartasútruna. Umfjöllunin sem við munum skoða er fengin úr "Living by Vow," bók eftir Zen meistarann, fræðimanninn og þýðandann Shohaku Okumura, sem skýrir alla helstu texta sem við kyrjum í Soto Zen hefðinni. Bryddað verður upp á nýjung í leshringjunum í vetur, "Orði dagsins". Við skoðum saman hugtök úr hefð okkar og veltum fyrir okkur merkingunni á bak við orðin. Á laugardaginn munum við velta fyrir okkur hugtökunum "hugur og hjarta", en í búddísku hefðinni hafa þessi tvö hugtök verið tjáð með einu og sama orðinu, sbr. chitta (úr sanskrít) og shin (kínverska) eða kokoro (japanska). Við munum skoða hvaða merkingu við leggjum í þessi hugtök og hvernig þau eiga við líf okkar og iðkun. Umfjöllun Okumura um Hjartasútruna er mjög viðamikil og verður til umfjöllunar hjá okkur yfir alla haustönnina. Fyrsti hluti textans er í þýðingu Mikhaels Zentetsu og verður hægt að nálgast hann á Grensásveginum. Komið og takið þátt alveg frá upphafi! Textar: Hljómur tómsins (tekið fyrir núna) Opinberun Hjartasútrunnar (tekið fyrir síðar) Hver er Avalokitesvara? (tekið fyrir síðar) Frá báðum hliðum (tekið fyrir síðar) Tómið - fræðilega séð (tekið fyrir síðar) Iðkun tómsins (tekið fyrir síðar) Mikhael Zentetsu mun flytja stutta hugvekju um Búddismann á laugardaginn kl. 09:15 í aðsetri Zen á Íslandi að Grensásvegi 8. Hugvekjan ber titilinn „Gamall hundur“ og mun fjalla m.a. um ljóð eftir tíbetska 19. aldar meistarann Dza Patrul Rinpoche. Allir eru velkomnir - enginn aðgangseyrir. Zazen (sitjandi hugleiðsla) hefst kl. 08.00 Kæru félagar og vinir, Haustdagskrá Nátthaga hófst um miðjan ágúst með sitjandi hugleiðslu (zazen) en frá 1.sept. komu aðrir fastir liðir. Félagar og aðrir sem áhuga hafa eru hvattir til að mæta og taka þátt. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Helga Kimyo og Ástvaldur Zenki verða með viðtalstíma á fimmtudagskvöldum tvisvar sinnum í mánuði, 11. og 18.september, 23. og 30.október, og 13. og 20. nóvember. Vinsamlegast komið í viðtal og skráið ykkur á korktöflunni á Grensásveginum.
|
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |