Zen á Íslandi - Nátthagi
Zen á Íslandi - Nátthagi er búddískt félag í hinni japönsku Sótó Zen hefð og markmið félagsins er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi. Kennari félagsins frá upphafi er Zen meistarinn Jakusho Kwong Roshi. Roshi kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur komið árlega til landsins til að leiðbeina nemendum sínum í Zen á Íslandi - Nátthaga.
TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR Iðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun og lengri námskeiðum í Zen iðkun.
Öllum er velkomið að taka þátt í starfi Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum, en þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í félagið. Aðsetur Nátthaga er að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.
|