Zazen hugleiðsluiðkun að Kletthálsi 1
|
Þegar maður lærir fyrst að sitja zazen þá getur maður ekki lært zazen til hlýtar, í heild sinni í einu höggi. Við byrjum því á að búta zazen niður í litla bita og fylgjum þeim í ákveðinni röð: að stjórna líkamanum (choshin), að stjórna andanum (chosoku) og svo að stjórna huganum (choshin). Í Eihei-koroku skrifaði Dogen: "Í zazen er mikilvægt að sitja í réttri líkamsstöðu. Næst skaltu stjórna andanum og svo róa þig niður." -Issho Fujita |
Viltu vera félagi í Nátthaga - Zen á Íslandi?
Febrúar 2024Laugardagurinn 1. febrúar
Zazen hugleiðsluiðkun (leirnámskeið eftir setu) Fimmtudagurinn 6. febrúar Námskeið; 3. skipti af 4 Laugardagurinn 8. febrúar Samu vinnuiðkun Fimmtudagurinn 13. febrúar Námskeið; 4. skipti af 4 Laugardagurinn 15. febrúar Leshringur Laugardagurinn 22. febrúar Zazen hugleiðsluiðkun Öll dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga vorið 2025
Smelltu hér til að skoða alla dagskrá Zen á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um komandi námskeið, ræður, leshringi og aðra viðburði. |
Zen á Íslandi - Nátthagi
Zen á Íslandi - Nátthagi er búddískt félag í hinni japönsku Sótó Zen hefð og markmið félagsins er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi. Iðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun og lengri námskeiðum í Zen iðkun. Öllum er velkomið að taka þátt í starfi Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum, en þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í félagið. Aðsetur Nátthaga er að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.
TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR
Kennari félagsins er Ástvaldur Zenki. Zenki, eins og hann er jafnan kallaður, hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998. Zenki hefur allar götur síðan verið virkur iðkandi í Zen á Íslandi - Nátthaga og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr.
Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og í kjölfarið hlaut hann vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð. Árið 2018 hlaut Zenki svo dharma transmission frá Kwong Roshi. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. |
Allur alheimurinn raungerist hér og nú, augnablik eftir augnablik, í fullkomnum samruna hinsa algilda og hins afstæða, algerlega ferskur og alltaf nýr: vetur, sumar, vor og haust. Alltaf. Þetta er gjöfin okkar, lífið okkar og það er svo sannarlega til þess vinnandi að læra að þekkja það og meta til fulls. -Zenki
Félagsmenn Zen á Íslandi - Nátthaga eru allir sem taka þátt í starfi félagsins, bæði iðkendur, styrktaraðilar, trúfélagar og aðrir sem vilja viðhalda iðkun Sótó Zen búddisma á Íslandi.
|
Nýjustu fréttirRohatsu - föstudaginn 6. desember 2024
Búdda sat undir bódítrénu og hafði strengt þess heit að standa ekki upp fyrr en hann hefði leyst gátuna um lífið og dauðann. Þegar eldaði af degi sá Búdda morgunstjörnuna og morgunstjarnan sá hann. Uppljómun Búdda var djúp og byltingarkennd. Meira... Jukai fór fram laugardaginn 23. nóvember 2024 Fimm nemendur tóku Jukai laugardainn 23. nóvember síðastliðinn. Með því tóku þeir lífsgildin sem sín grunngildi í lífinu, og þar með skýra afstöðu með lífinu og gegn hverskyns ofbeldi og óréttlæti. Meira... Skráning í trúfélagið Zen á Íslandi - Nátthaga Teljir þú starfsemi Zen á Íslandi þýðingarmikla þá er okkur mikill styrkur í að þú skráir þig í trúfélagið. Ef þú ert þegar skráður þá þökkum við stuðninginn og vonum að þú verðir félagi áfram. Meira... Kiku Day Shakuhachi flautuleikari DShakuhachi flautuleikarinn Kiku Day verður á Íslandi um helgina og mun leika á shakuhachi flautu á eftir zazen hugleiðslu þann 14. september. Meira... Darmaræða 7. september 2024 Darmaræða með Ástvaldi Zenki laugardaginn 7. september 2024. Meira... |
Allar fréttir frá Zen á Íslandi - Nátthaga
Ef þú vilt fá tölvupóst með upplýsingum um hvað sé að gerast hverju sinni þá getur þú líka skráð þig á póstlistann okkar hér.
Jakusho Kwong-roshiJakusho Kwong-roshi (f. 1935), stofnandi Zen á Íslandi - Nátthaga, er einn af arftökum Shunryu Suzuki-roshi. Hann byrjaði að iðka zen undir handleiðslu Suzuki-roshi árið 1960 og gerðist svo zen prestur 10 árum síðar og stofnaði Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu árið 1973. Roshi kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur svo til komið árlega til landsins til að leiðbeina nemendum sínum í Zen á Íslandi - Nátthaga. Árið 1995 var honum veittur titilinn „Dendo Kyoshi“ eða Zen kennari af Soto Zen skólanum í Japan og er hann einn af níu Zen kennurum á Vesturlöndum sem hafa hlotið slíka viðurkenningu. Árið 2003 kom út bók Kwong-roshi sem ber heitið "No Beginning, No End" sem og hljóðbókin "Breath Sweeps Mind".
|
Vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga býður upp á ýmsan varning sem hefur með búddisma og hugleiðslu að gera. Sem dæmi má nefna bækur, hugleiðslupúða, reykelsi og námskeið.
|
Þroskatakkinn
Það eina sem þú þarft að gera, dag eftir dag, er að ýta á þroskatakkann, rétt eins og að kveikja á sjónvarpinu og sjá alheiminn birtast á skjánum. Það getur verið þreytandi að ýta endalaust á þennan takka - það virðist út í hött. En við þurfum að ástunda þessa einföldu iðkun, sitja keik og iðka frá dýpstu hjartarótum. Það er okkar ábyrgð. Það er, að fylgja lífsgildunum. Þessi texti er úr bókinni The Light that Shines through Infinity eftir Dainin Katagiri og er hér birtur í þýðingu Jónu Shiko.
|