Vegna COVID-19 faraldursins hefur stjórn Nátthaga ákveðið að halda að svo stöddu daglegri iðkun áfram með hjálp Zoom.
DAGLEG IÐKUN Á ZOOM
DAGLEG IÐKUN Á ZOOM
Mánudaga kl. 17:30 - setið í 40 mínútur
Þriðjudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Miðvikudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Fimmtudaga kl. 17:30 - setið í 40 mínútur Föstudaga kl. 07:20 - setið í 40 mínútur Laugardaga kl. 09:00 - setið í 40 mínútur |
Zazen @ Nátthagi
Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 |
Zen á Íslandi - Nátthagi
Zen á Íslandi - Nátthagi er búddískt félag í hinni japönsku Sótó Zen hefð og markmið félagsins er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi. Iðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun og lengri námskeiðum í Zen iðkun. Öllum er velkomið að taka þátt í starfi Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum, en þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í félagið. Aðsetur Nátthaga er að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.
TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR
Kennari félagsins er Ástvaldur Zenki. Zenki, eins og hann er jafnan kallaður, hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998. Zenki hefur allar götur síðan verið virkur iðkandi í Zen á Íslandi - Nátthaga og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr.
Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og í kjölfarið hlaut hann vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð. Árið 2018 hlaut Zenki svo dharma transmission frá Kwong Roshi. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. |
Allur alheimurinn raungerist hér og nú, augnablik eftir augnablik, í fullkomnum samruna hinsa algilda og hins afstæða, algerlega ferskur og alltaf nýr: vetur, sumar, vor og haust. Alltaf. Þetta er gjöfin okkar, lífið okkar og það er svo sannarlega til þess vinnandi að læra að þekkja það og meta til fulls. -Zenki