• Heim
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í mars 2019
      • Heiðrun Helgu og Kristínar 2019
      • Sesshin í Skálholti 2018
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
  • Námskeið
    • Námskeið í Zen hugleiðslu
  • Verslun
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Haustdagskrá 2019
    • Vordagskrá 2020
    • Póstlisti
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

ROHATSU

FÖSTUDAGSKVÖLD 6. dESEMber
KL. 22:00 - 02:00

NÁNAR
​Til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2020 þarftu að breyta skráningu  þinni fyrir sunnudaginn 1. desember næstkomandi.
Leiðbeiningar um skráningu hjá Þjóðskrá

Zen á Íslandi - Nátthagi

Picture
Zen á Íslandi - Nátthagi er búddískt félag í hinni japönsku Sótó Zen hefð og markmið félagsins er að starfrækja og viðhalda iðkun Sótó Zen búddismans á Íslandi. Kennari félagsins frá upphafi er Zen meistarinn Jakusho Kwong Roshi. Roshi kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur komið árlega til landsins til að leiðbeina nemendum sínum í Zen á Íslandi - Nátthaga.
TIL VAKNINGAR, BLESSUNAR OG VERNDAR FYRIR ALLAR VERUR
Iðkun Zen búddista kallast zazen, sem þýðir sitjandi hugleiðsla. Nátthagi býður félagsmönnum sínum og öllum öðrum að stunda zazen alla daga vikunnar nema sunnudaga. Félagið stendur einnig fyrir fyrirlestrum, leshringum, kynningum á hugleiðsluiðkun og lengri námskeiðum í Zen iðkun. 
Öllum er velkomið að taka þátt í starfi Zen á Íslandi – Nátthaga, óháð trúarskoðunum, en þeir sem þess óska eru boðnir velkomnir í félagið. Aðsetur Nátthaga er að Kletthálsi 1, 110 Reykjavík.

Félagsmenn Zen á Íslandi - Nátthaga eru allir sem taka þátt í starfi félagsins, bæði iðkendur, styrktaraðilar, trúfélagar og aðrir sem vilja viðhalda iðkun Sótó Zen búddisma á Íslandi.
Skráning í Zen á Íslandi - Nátthaga

 Dagleg iðkun

Mánudagar
kl. 17:30 - 18:50
(engin morgunseta)

Þriðjudagar
kl. 07:20 - 08:35

​Miðvikudagar
kl. 07:20 - 08:35
Fimmtudagar
kl. 17:30 - 18:50
(engin morgunseta)

Föstudagur
kl. 07:20 - 08:35

Laugardagur
kl. 08:00 - 09:40

Picture
Smelltu hér til að skoða ítarlegri setudagskrá. Vinsamlegast athugið að dyrnar eru læstar þegar hugleiðsla hefst, nema á morgnana þegar iðkendur geta komið og farið við upphaf gangandi hugleiðslu (kl. 07:40) eða seinni hluta hugleiðslunnar (kl. 07:50).
Picture

Nýjustu fréttir

Rohatsu - dagur uppljómunar!
Rohatsu er japanska og vísar til dags uppljómunar Búdda og hefð er fyrir því að halda daginn hátíðlegan og sitja hugleiðslu inn í nóttina. Við hjá Zen á Íslandi - Nátthaga sitjum því hugleiðslu frá kl. 22:00 föstudagskvöldið 6. desember næstkomandi og til kl. 02:00 aðfararnótt laugardagsins. Meira...
​
​Allt Zazen; Leshringur með Jónu Shiko
Næstkomandi laugardag 23. nóvember kl.10:15 verður leshringur hjá Zen á Íslandi - Nátthaga og munum við lesa textann "Allt Zazen" eftir Issho Fujita í þýðingu Jónu Shiko. Meira...

Skráning í trúfélagið Zen á Íslandi - Nátthaga hjá Þjóðskrá
Til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2020 þarf að breyta skráningunni fyrir sunnudaginn 1. desember næstkomandi. Leiðbeiningar...

​Allar fréttir frá Zen á Íslandi - Nátthaga
Ef þú vilt fá tölvupóst með upplýsingum um hvað sé að gerast hverju sinni þá getur þú líka skráð þig á póstlistann okkar hér.

Desember 2019

​​Föstudaginn 06. desember
Rohatsu (22-02)

Laugardaginn 07. desember
Frí

Laugardaginn 14. desember
Kaffi - síðasta seta fyrir vetrarfrí

Laugardaginn ​16. desember
Vetrarfrí hefst
Picture
Öll dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga haustið 2019
Smelltu
hér til að skoða alla dagskrá Zen á Íslandi. Þar er að finna upplýsingar um komandi námskeið, ræður, leshringi og aðra viðburði.
Picture

Þema vetrarins er frumkennsla Búdda

Kenningar Búdda um þjáninguna og leiðir til að losna undan henni kallast dharma og þegar hann kenndi í fyrsta sinn í Dádýragarðinum er oft talað um að hann hafi ýtt dharmahjólinu af stað. Þar hafi byrjað ferli sem átti eftir að umbreyta lífi milljóna manna. Grunninn að dharma er að finna í hinum fernu göfugu sannindum:
[1] Sannleikurinn um þjáningar. Allt í lífinu er þjáning. Við fæðumst, veikjumst, eldumst, deyjum og erum aðskilin frá ástvinum okkar. Allt veldur það þjáningum. [2] Sannleikurinn um ástæður þjáninga. Ástæðan fyrir því að við þjáumst er sú að við höfum langanir og sækjumst sífellt í meira en við eigum. [3] Sannleikurinn um endingu þjáninga. Maðurinn frelsast því frá þjáningunum með því að losa sig við fýsnir og langanir. [4] Sannleikurinn um leiðina til að enda þjáningar. Leiðin til þess að losa sig við langanir og losa sig þannig við þjáningar er að feta göfuga áttfalda veginn."
Þennan texta má finna um búddadóminn á trúarbragðavefnum hér...
https://vefir.mms.is/truarbrogd/budda/pdf/sannindin.pdf
​
...og er hann eftir Guðný Þorsteinsdóttur

Þroskatakkinn

​Það eina sem þú þarft að gera, dag eftir dag, er að ýta á þroskatakkann, rétt eins og að kveikja á sjónvarpinu og sjá alheiminn birtast á skjánum. Það getur verið þreytandi að ýta endalaust á þennan takka - það virðist út í hött. En við þurfum að ástunda þessa einföldu iðkun, sitja keik og iðka frá dýpstu hjartarótum. Það er okkar ábyrgð. Það er, að fylgja lífsgildunum. 
Þessi texti er úr bókinni The Light that Shines through Infinity eftir Dainin Katagiri og er hér birtur í þýðingu Jónu Shiko.
Picture
Vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga býður upp á ýmsan varning sem hefur með búddisma og hugleiðslu að gera. Sem dæmi má nefna bækur, hugleiðslupúða, reykelsi og námskeið.
Vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga

Picture
​Hei þú! Hvað ertu að glápa? Veistu ekki að þetta snýst um þig?
Þessi tilvitnun er úr textanum Til þín eftir ​Kodo Sawaki-roshi í þýðingu Mikhael Zentetsu
Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
  • Iðkun
    • Hvernig byrjar maður?
    • Dagleg iðkun
    • Myndir >
      • Jukai athöfn í mars 2019
      • Heiðrun Helgu og Kristínar 2019
      • Sesshin í Skálholti 2018
      • Jukai athöfn í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2016
      • Sesshin í Skálholti í maí 2013
      • Sonoma áramót 2018/2019
  • Námskeið
    • Námskeið í Zen hugleiðslu
  • Verslun
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Á döfinni
    • Fréttir og tilkynningar
    • Haustdagskrá 2019
    • Vordagskrá 2020
    • Póstlisti
  • Lykilorð