Kæru söngufélagar,
Laugardagurinn 3. mars 2018:
08:00 Zazen, Kinhin og Zazen 09:20 Samu; vinnuiðkun 09:40 Kaffi og meðlæti 10:00 Söngufundur 11:30 Fundi lýkur Mikilvægt er að sem flestir séu með frá upphafi, leggi orð í belg og taki þátt í að móta framtíð Nátthaga. Sangan er einn af fjársjóðunum þremur eins og við vitum: Búdda, Darma og Sanga. Án Söngu er engin iðkun og engin uppljómun. Við gefum hvort öðru tækifæri til að iðka og lifa til blessunar allri skynveru. Til þess að svo megi vera þurfum við gott húsnæði, í því felast mörg tækifæri. Ég hlakka til að hitta ykkur og ræða framtíð Nátthaga! Níu gólfbeygjur, Zenki
0 Comments
Við höfum áður lesið kaflana um Hjartasútruna og Samsemd eins og margs úr þessari bók. Nú er komið að kaflanum sem heitir Kyrjun um kufl: Að rækta akur dyggðarinnar. Þessi kafli er um versið sem við kyrjum áður en við setjum á okkur rakusu og okesa eftir morgunsetu. Þegar við kyrjum þetta vers á morgnana þá förum við fyrst tvisvar með það á japönsku og svo einu sinni á íslensku: DAI ZAI GEDAP - PUKU Kufl frelsunar á sér engan endi Og í þessum kafla bókarinnar segir Okumura til dæmis: Líkaminn og hugurinn eru samansöfn af mörgum mismunandi þáttum sem eiga sér stað á þessu andartaki. Þetta breytist allt stöðugt, og því er ekki unnt að klófesta eitt né neitt sem líkamann “minn”, hug “minn”, eign “mína”. Samt sem áður festum við okkur við núverandi og tímabundið form, en þar sem allt er án sjálfs, þá getum við ekki klófest þetta form. Þegar við reynum að stjórna því, þá dregur úr lífskraftinum okkar. Þess í stað opnum við hendurnar. Þetta gerum við með því að iðka zazen. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Mikilvægi lífsgildanna í lífi Zen búddhista verður líklega seint ofmetið. Kjarna þeirra er samt, eins og með margt annað í Zen, erfitt að koma í orð. Mikilvægt er því að líta ekki á þau bara frá einum sjónarhóli heldur velta þeim fyrir sér þar til andi þeirra verður manni skýr. Jakusho Kwong-Roshi kennari okkar talar um lífsgildin í bók sinni No beginning No End, þar sem hann segir meðal annars: Þegar við viðhöldum lífsgildunum og anda þeirra í því hvernig við göngum, hvernig við sitjum, hvernig við borðum, hvernig við tölum og samskiptum okkar við aðra og umhverfið, mun stöðug nærvera þeirra lýsa upp tilveru okkar. Allir eru hjartanlega velkomnir á Dharma ræðuna á laugardaginn og er aðgangur ókeypis. Athugið að dagskráin hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
Bókin er umfangsmikið rit um siðferðislegar kenningar Zen búddisma og er hún mikið notuð í undirbúningi Zen nemenda fyrir Jukai. Jukai er búddísk athöfn þar sem við göngumst formlega við lífsgildunum sextán. Þessi sextán lífsgildi skiptast í lífsgildi fjársjóðanna þriggja, hinar þrjú tæru lífsgildi og svo hin tíu mikilvægu lífsgildi. Í síðasta leshring byrjuðum við að lesa úr kaflanum um Hin tíu mikilvægu lífsgildi og náðum að ræða fyrstu fimm. Nú höldum við áfram og förum í gegnum lífsgildi sex til tíu. Þar segir til dæmis um áttunda lífsgildið, "Að gefa af örlæti og vera ekki smásál": Það er hægt að sýna örlæti með ýmsum hætti. Þetta lífsgildi er ekki bara um að gefa öðrum peninga eða efnisleg gæði. Stundum er besta gjöfin bara að gefa annarri skynveru athygli með nærveru sinni, jafnvel án þess að segja nokkurn skapaðan hlut, biðja um eitt eða neitt, án þess að reyna að segja einhverjum til, gefa eitthvað af sér, fá eitthvað til baka. Slík gjöf getur verið ótrúlega mikil og haft djúpstæð áhrif. Hún veltur á því að maður viti hvenær sé rétt að bregðast þannig við og treysti því að aðstæðurnar kalli gjöfina fram. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |