Næsta laugardag, 22. febrúar mun Gyða Myoji flytja fyrirlesturinn "Samtal við innra barnið!" í húsakynnum Nátthaga að Kletthálsi 1, 2. hæð til hægri. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er stundvíslega frá kl. 09.15 - 10:15. En á undan honum er hugleiðsla frá kl. 08.00 og er líka öllum velkomið að taka þátt í henni. Gyða Myoji talar út frá kennslu víetnamska Zen meistarans Thich Nhat Hanh um mikilvægi þess að lækna særða barnið innra með okkur. Thich Nhat Hanh segir m.a.: "Þegar við tölum um að hlusta með samkennd er hugsunin venjulega sú að við séum að hlusta á aðra manneskju. En við þurfum að hlusta á særða barnið innra með okkur. Stundum þarf innra barnið, sem birtist djúpt í vitund okkar, alla okkar athygli. Ef þú ert vakandi (mindful) munt þú heyra rödd barnsins kalla á hjálp þína. Á því augnabliki, í stað þess að veita því athygli sem er beint fyrir framan þig, staldraðu við og faðmaðu barnið innra með þér. Með þvi að hlúa að þinu innra barni, breytir þú ekki aðeins framtíð þinni heldur einnig barna þinna og komandi kynslóða vegna þess að sársaukinn ferðast gegnum kynslóðir." There is no way to healing, healing is the way Thich Nhat Hanh (f. 1926) er víetnamskur Zen-meistari, ljóðskáld og friðarfrömuður. Árið 1966 ferðaðist hann til Bandaríkjanna og Evrópu í boði Sáttarsamtakanna til að bera fram óskir allra trúarsamfélaga víetnömsku þjóðarinnar um frið. Eftir utanförina fékk hann ekki að snúa aftur til heimalandsins en þáði boð um hæli í Frakklandi þar sem hann stofnaði búddíska setrið, Plómuþorpið. Þar sinnti hann kennslu og skriftum, fékkst við garðyrkju auk þess að hjálpa flóttamönnum um víða veröld. Um 10.000 manns heimsækja setrið árlega og þar búa að jafnaði um 200 iðkendur. Hann hefur skrifað um 100 bækur, sem flestar hafa verið þýddar á ensku og fleiri tungumál. Hann fékk heilablóðfall árið 2014 og á síðasta ári snéri hann aftur heim til Víetnam þar sem hann ætlar að eyða sínum síðustu ævidögum.
Eins og áður segir þá eru allir innilega velkomnir á fyrirlesturinn næsta laugardag og aðgangur er ókeypis. En dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Hlakka til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |