0 Comments
Laugardaginn 5. september næstkomandi kl 09:15 mun Gyða Myoji halda ræðu í Zen á Íslandi - Nátthaga með yfirskriftinni "Lífið er hverfult". Aðsetur Zen á Íslandi - Nátthaga er að Grensásvegi 8, 4.hæð. Gyða Myoji er nemandi Kwong Roshi til margra ára og var nýlega vígð sem Zen prestur á Sonoma Mountain Zen setrinu í Kaliforníu, en í sumar gegndi hún leiðandi hlutverki á mánaðarlöngu hugleiðslutímabili við setrið. Myoji er lýðheilsufræðingur að mennt og starfar sem fyrirlesari og kennari á sviði núvitundar. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Athugið að einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu sem hefst kl. 08:00. Fimmtudaginn 3. september næstkomandi kl. 19:30 verður myndasýning með myndum frá Japansferðinni í júní þar sem Helga Kimyo og Ástvaldur Zenki slógust í för með þeim Kwong Roshi, Nyoze Kwong, og mörgum öðrum.
Heimsóttu þau meðal annars Eiheiji klaustrið og marga aðra merka staði og voru viðstödd athafnir sem hafa mikla þýðingu fyrir framtíðina. Zenki og Kimyo munu segja okkur frá þessari miklu ferð og einnig sýna okkur myndir frá dvöl sinni á Sonoma Mountain Zen Center í sumar. Allir eru velkomnir. Athugið einnig, að dagskrá haustannarinnar hefur verið sett á vefinn! Sjá HÉR |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |