Að snerta hughjartað er fimm þátta sería á Storytel þar sem Ástvaldur Zenki fjallar um Zen iðkun á einlægan hátt. Þættirnir veita dýrmæta innsýn í Zen Búddisma og gildi iðkunarinnar í hversdagslegu lífi. En þar segir Zenki meðal annars:
Þættina má nálgast á Storytel og með hlekknum hér:
https://www.storytel.com/is/is/series/43385-A-snerta-hughjarta Vonum við að sem flesti ykkar getið notið vel.
1 Comment
Næstkomandi laugardag 17. október 2020 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Styrkurinn í mýktinni" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 10:00. "Í zazen hugleiðslu iðkum við mjúka og opna athygli og við finnum hvernig það er að vera til akkúrat núna og leyfum því að gerast, meðtökum stundina í mýkt. Í þessari mjúku og opnu athygli finnum við styrk lífsins, okkar eigin styrk til að takast á við allt það sem mætir okkur í daglegu lífi. Ekki síst á erfiðum tímum sem nú þegar reynir á styrk og úthald okkar allra."
Áður en fyrirlesturinn hefst á laugardaginn þá iðkum við hugleiðslu frá kl. 09:00 í 40 mínútur. En í stað þess að sitja saman að Kletthálsi eins og venjan er þá situr hver heima hjá sér. Með þessu fyrirkomulagi sýnum við í verki samfélagslega ábyrgð og um leið stuðning hvert við annað. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. Í ljósi nýjustu frétta af COVID-19 faraldrinum og hertum aðgerðum stjórnvalda á höfuðborgarsvæðinu hefur stjórn Zen á Íslandi - Nátthaga ákveðið að dagleg iðkun okkar fari fram með notkun Zoom. En við munum sitja á sömu tímum og við erum vön að sitja uppi á Kletthálsi 1. Dagskráin verður eins og hér segir: Takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Athugið breytt kenni frá því í vor og að núna í haust fór Zoom að krefjast þess að gefið væri upp lykilnúmer: Zazen @ Nátthagi Zoom kenni: 847 6507 5564 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka. -Ástvaldur Zenki Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest.
Kæru iðkendur hjá Nátthaga,
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |