Með því að leita skjóls í Búdda, Dharma og Sangha stígum við til hliðar og gefum okkur á vald fjársjóðanna þriggja, sem eru endalaus uppspretta sköpunar, visku og kærleika.
0 Comments
*** FRESTAÐ *** Þessi ákvörðun er tekin í ljósi stöðunnar á þróun COVID-19 hér á landi. Við munum fylgjast grannt með þróun mála og látum vita um leið og ákvörðun hefur verið tekin um nýjar dagsetningar. *** FRESTAÐ *** Zen á Íslandi heldur setudag næsta laugardag 26. september frá kl. 7:00 - 15:30. Það kostar kr. 3.500 fyrir félaga að taka þátt en aðrir greiða kr. 5.000. Setudagur er góð gjöf til sjálfs þín og tækifæri til að staldra við og vera betur til staðar í annasömu hversdagslífi.
*** FRESTAÐ ***
Þessi ákvörðun er tekin í ljósi stöðunnar á þróun COVID-19 hér á landi. Við munum fylgjast grannt með þróun mála og látum vita um leið og ákvörðun hefur verið tekin um nýjar dagsetningar. *** FRESTAÐ *** Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum. Markmið námskeiðsins er m.a.:
Kennarar á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi ásamt Gyðu Myoji og Kolbeini Seido sem hafa áralanga reynslu af hugleiðsluiðkun. Hvar: Klettháls 1, önnur hæð til hægri þegar komið er upp stigann. Hvenær: Á fimmtudögum frá 24. september til 22. október frá kl. 17:30 - 19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins... Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 ...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga hér á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan: Kæra sanga, Á laugardaginn kemur 12. september kl. 10:00 verður haldinn söngufundur í nýja húsnæðinu okkar að Kletthálsi 1.
Hvað þýðir það að leita skjóls í fjársjóðunum þremur? Hvað er Sanga? Hvaða þýðingu hefur Sanga fyrir þig?
Mér finnst mjög mikilvægt að við hittumst og ræðum saman. Ég hlakka til að hitta ykkur öll. Til blessunar allrar skynveru, -Zenki Þann 1. september síðastliðinn hófst vetrariðkun Zen á Íslandi - Nátthaga og sitjum við nú aftur zazen alla daga nema sunnudaga. Þar að auki hefst nú haustdagskráin þar sem finna má vinnuiðkun, söngufund, setudaga, námskeið, leshringi, ræður og Borgarsesshin. Zen iðkun er góð gjöf til sjálfs þíns og tækifæri til að staldra við og vera betur til staðar í annasömu hversdagslífi. Þegar maður lærir fyrst að sitja zazen þá getur maður ekki lært zazen til hlýtar, í heild sinni í einu höggi. Við byrjum því á að búta zazen niður í litla bita og fylgjum þeim í ákveðinni röð: að stjórna líkamanum (choshin), að stjórna andanum (chosoku) og svo að stjórna huganum (choshin). Í Eihei-koroku skrifaði Dogen: "Í zazen er mikilvægt að sitja í réttri líkamsstöðu. Næst skaltu stjórna andanum og svo róa þig niður." DAGLEG ZEN IÐKUN Í HAUST Mánudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta) Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín) Þriðjudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín) Miðvikudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín) Fimmtudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta) Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen & Heitin fjögur (40 mín) Föstudaga kl. 07:20 - 08:30 Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín) Laugardaga kl. 08:00 - 09:40 Zazen (35 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (35 mín), Kyrjun (20 mín) Hlakka til að sjá ykkur sem mest. Djúpt gassho, -Alfred Chozetsu |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |