Senn líður að árlegum sesshin hugleiðsludögum Nátthaga í Skálholti en þeir verða haldnir dagana 17. - 21. maí. Sesshin þýðir að snerta hug og hjarta, en þá koma Zen iðkendur saman og iðka í þögn yfir nokkurra daga skeið. Dagskráin er krefjandi og hefst dag hvern kl. 04:45 og inniheldur sitjandi hugleiðslu, kyrjun, vinnuiðkun, fræðslu og einkaviðtöl við kennara, en deginum lýkur síðan kl. 21:00. Sesshin verður með óvenjulegu sniði í þetta skiptið og í anda "Genzo-e" námskeiðanna sem Soto Zen meistarar á borð við Nishiari Bokusan, Oka Sotan og Ian Kishizawa gerðu vinsæl snemma á 20. öldinni í Japan, en þar er fræðslu og rannsóknum á Shobogenzo, meistaraverki Dogens, fléttað saman við sitjandi hugleiðslu og aðra formlega iðkun. Hægt er að skrá sig á sesshin í aðsetri Nátthaga að Grensásvegi 8 og einnig með því að senda póst á [email protected]. Þátttökugjald er 38.000kr en 34.200kr fyrir þá sem greiða árgjald. Þeir sem komast ekki á allt sesshinið geta samið um að taka þátt að hluta til.
0 Comments
Aðalfundur trúfélagsins Zen á Íslandi - Nátthaga verður haldinn mánudaginn 24. apríl næstkomandi kl. 19:30 í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 8, 4.hæð. Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi:
1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera 3. Önnur mál |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |