Næsta laugardag 29. október mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Vð lesum kafla í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni “Ekkert upphaf, enginn endir” eftir Jakusho Kwong-roshi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Öll eru velkomin og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í kaflanum kemur meðal annars þetta fram: „Þegar við viðhöldum lífsgildunum og anda lífsgildanna í því hvernig við göngum, hvernig við sitjum, hvernig við borðum, hvernig við tölum og hvernig við tengjumst hvert öðru og umhverfi okkar þá færir stöðug nærvera þeirra ljós inn í líf okkar.“
0 Comments
Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga hefjast miðvikudaginn 12. október og standa til og með laugardagsins 15. október í aðsetri Zen á Íslandi að Kletthálsi 1, 2. hæð. Eins og venja hefur skapast fyrir þá höldum við Borgarsesshin á haustin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins. Þátttökugjald á sesshin er 10.000 krónur Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt. SKRÁNING FER FRAM Á [email protected] Sesshin hefst miðvikudagskvöldið 12. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu, inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Laugardaginn 15. október stendur dagskráin frá kl. 07:00 - 15:15. Oryoki máltíð mun fara fram á laugardeginum. * Full dagskrá Borgarsesshins er fyrir neðan myndina. Miðvikudagur 12. október 19:30 Zazen (sitjandi hugleiðsla) 20:05 Kinhin (gönguhugleiðsla) 20:15 Zazen 20:50 Heitin fjögur Fimmtudagur - Föstudagur 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Iðkun í dagsins önn 19:30 Zazen 20:00 Kinhin 20:10 Zazen 20:40 Heitin fjögur Laugardagur 15. október 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Oryoki - Hlé 10:00 Samu / Vinnuiðkun 10:45 Morgunkaffi 11:15 Zazen 11:45 Kinhin 11:55 Zazen 12:25 Kyrjun - Oryoki - Hlé 13:45 Zazen 14:15 Kinhin 14:45 Zazen 15:15 Heitin fjögur-Kveðjuhringur |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |