• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Námskeið í Zen hugleiðslu

Picture
Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.
Markmið námskeiðsins er m.a.:
  • Að kenna öndun og vakandi athygli í zazen, sitjandi hugleiðslu.
  • Að vinna með líkamann og auka líkamsvitund
  • Að útbúa stað heima hjá sér sem er ætlaður hugleiðslu.
  • Að byggja upp hugleiðslurútínu í daglegu lífi
  • Að læra hefðbundin iðkunarform í setusal Zen Búddista og iðka zazen með öðrum
Námskeiðið kostar 25.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru.

Kennari á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi. En hann hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og hlaut í kjölfarið vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð og hlaut þar að auki dharma transmission frá Kwong Roshi árið 2018. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár.

Hvar: Klettháls 1, önnur hæð til hægri þegar komið er upp stigann.
Hvenær: Á fimmtudögum frá 19. janúar - 9. febrúar  frá kl. 17:30 - 19:00.

Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli.
​
Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is og greiða 25.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins...

Kennitala: 491199-2539
Reikningsnúmer: 111-26-491199

...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga hér á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan:

Kaupa skráningu á Námskeið í Zen hugleiðslu
Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð