Á laugardaginn kemur, 13. desember kl. 09:15, verður Kolbeinn Steinþórsson með fyrirlestur um Zen í aðsetri Zen á Íslandi að Grensásvegi 8, 4.hæð. Fyrirlesturinn ber yfirskriftina "Hin þögla upplýsing" og mun Kolbeinn fjalla meðal annars um kínverska arfleifð Zen hefðarinnar og "hina þöglu upplýsingu", sem er lykilhugtak frá gullöld Zen hefðarinnar í Kína. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir. Einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu á undan en hún hefst kl. 08:00. Að fyrirlestrinum loknum verður boðið upp á kaffisamsæti. Athugið að þessi viðburður er sá síðasti á önninni, en dagskrá hefst á ný miðvikudaginn 7. janúar. Í anda Zen, Nátthagi - Zen á Íslandi
0 Comments
Kæru félagar, Við höldum í heiðri uppljómunardag Búdda með Rohatsu (miðnæturhugleiðslu) á föstudaginn næstkomandi kl.24:00 - 04:00. Athugið að dagskrá laugardagsins fellur niður vegna þessa.
Upp á þennan dag höldum við því með að sitja og hugleiða í 4 klukkustundir frá miðnætti fram undir morgun. Við hittumst á Grensásveginum föstudagskvöldið 5. desember undir miðnætti og sitjum inn í aðfararnótt laugardagsins 6. desember.
Verið velkomin. Í Gassho, Mikhael Zentetsu Shikantaza er að iðka eða raungera tómið. Þótt hægt sé að öðlast óljósan skilning á tóminu með hugsun ætti skilningur þinn að byggja á reynslu. Ef til vill hefur þú eina hugmynd um tóm og aðra um verund. Þú sérð tómið og verundina fyrir þér sem andstæður, en í Búddisma vísa bæði þessi hugtök til verundarinnar. Það tóm sem við tölum um er ekki eins og þú gerir þér það í hugarlund. Fullan skilning á tóminu er hvorki að finna í hugsunum þínum né tilfinningu. Þess vegna iðkum við zazen. - Úr Not Always So eftir Shunryu Suzuki-roshi, í þýðingu Gunnlaugs Más Péturssonar
Kæru félagar, Hér eru myndir og útskýringar frá kennara okkar Kwong Roshi um sérstaka athöfn og ferli sem farið hefur fram á Sonoma Mountain Zen Center nýlega, sem er liður í því að sonur hans Nyoze Kwong öðlist stöðu kennara í Soto Zen hefðinni, og lýkur því ferli næsta vor í Japan. Einnig eru myndir frá tesiðaathöfn sem fór þar fram um svipað leyti. "Dear Wisteria Wind Sangha: Í Gassho
Mikhael Zentetsu |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |