Hvenær: 18. janúar - 10. febrúar 2024
Hvar: Klettháls 1, Reykjavík Tími: Fimmtudagar 17.30-19.00 Verð: 25.000 krónur Skráning: Fylla út skráningarform (hnappur hér að neðan) og greiða inn á reikning félagsins Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, fyrirlestrum og fleiru. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum. Markmið námskeiðsins er m.a.:
Öll eru hjartanlega velkomin í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Skráning fer fram með því að fylla út skráningarform (hnappur hér að neðan) og greiða 25.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins: Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 Hægt er að senda fyrirspurnir um námskeiðið á þetta netfang: [email protected]
1 Comment
Við sitjum Rohatsu á föstudaginn kemur, 8. desember. Við höldum upp á uppljómunardag Búdda með því að koma saman og sitja Zazen frá kl. 21:00 til 01:00.
Búdda sat undir bódítrénu og hafði strengt þess heit að standa ekki upp fyrr en hann hefði leyst gátuna um lífið og dauðann. Þegar eldaði af degi sá Búdda morgunstjörnuna og morgunstjarnan sá hann. Uppljómun Búdda var djúp og byltingarkennd, hann sá hvernig allur alheimurinn rís samtímis, akkúrat hér og nú. Það opinberaðist fyrir honum að allt er innbyrgðis tengt, ekkert getur komið fyrir eitt nema að það komi fyrir allt. Allur alheimurinn í einu blómi. Þannig fyllir okkar iðkun út í allan alheiminn og hefur djúp og umbreytandi áhrif. Eins og gárur sem bylgjast um yfirborð vatns og fylla út í hvern krók og kima. Slík iðkun er besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér og öðrum. John Lennon rammaði þetta fallega inn þegar hann sagði: „Friður er ekki eitthvað sem þú óskar þér. Friður er það sem þú skapar, það sem þú gerir, það sem þú ert og það sem þú gefur.” Ég hvet okkur öll til að að taka skýra afstöðu með lífinu, með friði og jafnrétti á þenna djúpa og einlæga hátt. Ég hlakka til að hitta ykkur á föstudaginn. Bestu kveðjur, Zenki |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |