Næstkomandi laugardag 16. október mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við höldum áfram að lesa úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Brynjars Shoshin. Lesinn verður kaflinn "Lauf falla." En í kaflanum segir meðal annars: Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin, það sem við köllum „eftir“ er ekki komið enn og við vitum ekki einu sinni hvar nútíðin er af því hún er sífellt að breytast. Allt er í ástandi flæðis. Laufin sem falla eru svona. Allt er að breytast. Að vissu leyti er það fullkomið frelsi. Sagt er að það séu 6,5 milljarðar augnablika í einum sólarhring. Og að í einni sekúndu séu sjö þúsund augnablik. Á meðan við sitjum hérna eru þau stanslaust að koma og stanslaust að fara, alveg eins og þegar ég slæ prikinu mínu í gólfið: bamm-bamm-bamm-bamm. Er það ekki dásamlegt? Þetta er fullkomið frelsi. -Kwong-roshi Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho.
0 Comments
Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga hefjast næsta miðvikudag 6. október og standa til og með laugardagsins 9. október í aðsetri Zen á Íslandi að Kletthálsi 1, 2. hæð. Eins og venja hefur skapast fyrir þá höldum við Borgarsesshin á haustin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins. SKRÁNING FER FRAM Á KLETTHÁLSINUM EÐA Á [email protected] Þátttökugjald á sesshin er 9.000 krónur og skráning fer fram á Kletthálsinum eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt. Hægt að taka þátt aðeins á laugardeginum og kostar það 5.000 kr. Athugið líka að þeir sem greiða árgjald fá 10% afslátt af þátttökugjaldi. * Dagskráin er fyrir neðan myndina. Sesshin hefst miðvikudagskvöldið 6. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu, inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Síðan komum við saman næstu tvo daga, á morgnana frá kl. 07:00 - 08:30 og frá kl. 17:30 - 18:40. Laugardaginn 9. október stendur dagskráin frá kl. 07:00 - 15:15. Oryoki máltíð mun fara fram á laugardeginum. Þeir sem ekki eiga oryoki skálar eru sömuleiðis beðnir um að láta vita við skráningu.
Full dagskrá Borgarsesshins er hér fyrir neðan: Miðvikudagur 6. október 19:30 Zazen 19:45 Leiðbeinandi opnun 20:05 Kinhin 20:15 Zazen 20:50 Heitin fjögur Fimmtudagur - Föstudagur 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Iðkun í dagsins önn 17:30 Zazen 18:00 Kinhin 18:10 Zazen 18:40 Heitin fjögur Laugardagur 9. október 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Oryoki - Hlé 10:00 Samu / Vinnuiðkun 10:45 Morgunkaffi 11:15 Zazen 11:45 Kinhin 11:55 Zazen 12:25 Kyrjun - Oryoki - Hlé 13:45 Zazen 14:15 Kinhin 14:45 Zazen 15:15 Heitin fjögur-Kveðjuhringur |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |