1 Comment
Aðalfundur trúfélagsins Zen á Íslandi - Nátthaga verður haldinn mánudaginn 27. apríl kl. 19:30 í húsakynnum félagsins að Grensásvegi 8, 4.hæð. Dagskrá aðalfundarins er eftirfarandi: 1. Skýrsla stjórnar 2. Skýrsla gjaldkera 3. Lagabreytingar 4. Önnur mál. Allir félagar í trúfélaginu eru hvattir til þess að koma á aðalfundinn.
Á laugardaginn kemur, 18. apríl kl. 10:15-11:15, mun Andri Fannar Ottósson kynna fyrir okkur seinni hluta þýðingu sinnar á kafla úr bókinni "as it is" eftir tíbeska hugleiðslumeistarann Tulku Urgyen Rinpoche, en fyrri hlutinn var til umræðu á leshring í janúar síðastliðnum. Tulku Urgyen Rinpoche var einn merkasti kennarinn í tíbesku búddahefðinni á 20. öld, og fjórir synir hans eru einnig kennarar í dag. Allir eru velkomnir á leshringinn. Athugið að einnig er hægt að taka þátt í hugleiðslu á undan en hún hefst kl. 08:00. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |