Næstkomandi laugardag 27. febrúar 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Stefnumót við lífið" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. "Ert þú tilbúin/n til að sjá skýrt það sem er hér og nú og býrðu yfir mildi og hugrekki til að líta ekki undan? Að setjast í zazen hugleiðslu er stefnumót við lífið, þitt eigið líf hér og nú. Með öllu því sem fylgir, ekkert undanskilið, bara þú og lífið." -Ástvaldur Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho.
"Til þess að kunna að meta eitthvað þarft þú að vera til staðar. Þú sérð ekki fegurð ef þú skynjar hana sem eitthvað fyrir utan þig – að vera til staðar þýðir að vera fegurðin. Þannig munt þú sjálfkrafa læra að meta lífið á dýpri hátt." - Úr No Beginning, No End eftir Jakusho Kwong-roshi, í þýðingu Gunnlaugs Péturssonar Allir eru hjartanlega velkomnir og við byrjum hugleiðslu kl. 08:00.
Í anda Zen. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |