Næsta laugardag 21. janúar mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá textann „Líf þitt er allt sem á vegi þínum verður“ eftir Kosho Uchiyama-roshi, í þýðingu Óskars Daian Tenshin Ingólfssonar. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Um efni leshringsins segir Zenki: „Það er sérstaklega gaman að fá tækifæri til að lesa texta í þýðingu Óskars Daian og minnast hans í leiðinni. Óskar var einn af þeim sem tók svo fallega á móti mér þegar ég fór að venja komu mína til Nátthaga. Hann er einn af mínum fyrirmyndum og ég sakna hans mikið. “
0 Comments
Næstkomandi laugardag 14. janúar 2023 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn „Eins og fremri og aftari fótur á göngu“ að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Hvernig getum við lært að ganga í friði og lagt þannig lóð á vogarskálar friðar og jafnréttis? Það er mikilvægt að þekkja sitt eigið göngulag. Því manneskja sem þekkir djúplega sitt eigið göngulag gengur í friði og færir ljós inn í allar aðstæður og hvert skref græðir og nærir. Úr friðarsporum spretta blóm umburðarlyndis og kærleika gagnvart okkur sjálfum, náttúrunni og okkar samferðafólki. Slík manneskja sér hið smáa í því stóra og hið stóra í því smáa og skilur djúplega að allt í heiminum er samtengt, samofið í eina lifandi heild. - Zenki Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |