Reykjavík 25.11.2019 SKRÁNING Í TRÚFÉLAGIÐ ZEN Á ÍSLANDI – NÁTTHAGA Kæri viðtakandi,
Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2021 þarf að breyta skráningunni fyrir þriðjudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum.
Fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga, Ástvaldur Zenki Traustason Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga Alfred Chozetsu Þórðarson Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga
0 Comments
Leshringurinn er svo í beinu framhaldi frá kl. 9:45. Endilega takið þátt í leshringnum með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Athugið að þetta er annað kenni en fyrir zazen, og núna í haust fór Zoom að krefjast þess að gefið væri upp lykilnúmer: Nátthagi Leshringur Zoom kenni: 871 4767 4658 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/87147674658 Athugið! að þetta er ekki sama Zoom kenni og við notum fyrir hugleiðsluna. Þegar við lifum lífum okkar rótföst í þessum skilningi gæti sitthvað verið stórt eða það gæti verið smátt. Ef það er stórt, allt í góðu, það er stórt; og ef það er smátt þá er það smátt. Allur samanburður er óþarfur. Það er bara allt eins og það er og það er lífgefandi. -Kwong-roshi Djúpt Gassho.
Næstkomandi laugardag þann 14. nóvember mun Zen kennarinn Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Brosið þitt, bros heimsins" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 10:00. "Ekkert er lífinu óviðkomandi. Það er dýpra en við getum ímyndað okkur og dýpra en hægt er að segja eða skilja. Þegar betur er að gáð getum við séð að lífið er ein órofa heild - það sem kemur fyrir þig kemur fyrir alla. Þegar þú brosir þá brosir allur heimurinn." -Ástvaldur Zenki Eins og áður segir þá eru allir innilega velkomnir á fyrirlesturinn. En dagskrá laugardagsins hefst með sitjandi hugleiðslu á Zoom kl. 09:00, sjá upplýsingar um Zoom aðgengi hér á heimasíðu okkar. Hlakka til að sjá ykkur öll á laugardaginn.
Takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk. Athugið að þetta er annað kenni en fyrir zazen og núna í haust fór Zoom að krefjast þess að gefið væri upp lykilnúmer: Virk þátttaka í tapi Zoom kenni: 814 0223 4996 Zoom lykilnúmer: 000000 (6 núll) Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/81402234996 Að taka öllu eins og það er er tap. Að vera í augnablikinu er tap. Við erum að tapa hverju augnabliki lífs okkar. Hverju töpum við? Við töpum sjálfhverfni okkar, sjálfsbindingum okkar, hugmyndum okkar, skilyrðingum okkar. -Kwong-roshi Djúpt Gassho.
|
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |