• Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð
Zen á Íslandi

Fréttir og tilkynningar

Tapað - fundið! Fyrirlestur á Kletthálsi og á fésbókinni

28/8/2021

0 Comments

 
​Næstkomandi laugardag 4. september 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Tapað - fundið!" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.
Picture
Við ríghöldum í skoðanir okkar og það sem við köllum sjálf eða egó. Það reynist okkur mönnunum erfitt að sleppa takinu og treysta lífinu fyrir okkur, fela okkur á vald stundarinnar eins og hún birtist hér og nú - sjá að við erum fullkomnlega heil og engu við að bæta. Um leið og við sleppum takinu birtist lífið okkur. Tapað-fundið!
​- Ástvaldur Zenki
​Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar. 

Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
0 Comments

Stefnumót við lífið - Námskeið í Zen hugleiðslu

28/8/2021

0 Comments

 
Hvenær: 9. - 30. september
Hvar: Klettháls 1, Reykjavík
Tími: Fimmtudagar 17.30-19.00 (1 x í viku í 4 vikur)
Verð: 15.000 krónur
Skráning: zen@zen.is (einnig má nota hnappinn hér að neðan)
Picture
Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.

Markmið námskeiðsins er m.a.:
  • Að kenna öndun og vakandi athygli í zazen, sitjandi hugleiðslu.
  • Að vinna með líkamann og auka líkamsvitund
  • Að útbúa stað heima hjá sér sem er ætlaður hugleiðslu.
  • Að byggja upp hugleiðslurútínu í daglegu lífi
  • Að læra hefðbundin iðkunarform í setusal Zen Búddista og iðka zazen með öðrum

Námskeiðið kostar 15.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru.

Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á zen@zen.is og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins:

Kennitala: 491199-2539
Reikningsnúmer: 111-26-491199

...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga hér á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan:
Kaupa skráningu á námskeið í Zen hugleiðslu
0 Comments

Haustdagskrá 2021

14/8/2021

0 Comments

 
Picture
​Næsta mánudag kl. 17:30 hefst sumariðkun Zen á Íslandi - Nátthaga að nýju, með því að við sitjum zazen alla mánudaga - fimmtudaga út ágúst. En þann 1. september hefst vetrariðkun og sitjum við þá alla daga nema sunnudaga. Þar að auki hefst þá haustdagskráin þar sem finna má vinnuiðkun, setudaga, námskeið, leshringi, ræður og Borgarsesshin. Zen iðkun er góð gjöf til sjálfs þíns og tækifæri til að staldra við og vera betur til staðar í annasömu hversdagslífi. 
​Þegar maður lærir fyrst að sitja zazen þá getur maður ekki lært zazen til hlýtar, í heild sinni í einu höggi. Við byrjum því á að búta zazen niður í litla bita og fylgjum þeim í ákveðinni röð: að stjórna líkamanum (choshin), að stjórna andanum (chosoku) og svo að stjórna huganum (choshin). Í Eihei-koroku skrifaði Dogen: "Í zazen er mikilvægt að sitja í réttri líkamsstöðu. Næst skaltu stjórna andanum og svo róa þig niður." -Issho Fujita
Haustdagskrá 2021

​DAGLEG ZEN IÐKUN Í HAUST


Mánudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta)
Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín)

Þriðjudaga kl. 07:20 - 08:30
Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín) og Kyrjun (10 mín)

​Miðvikudaga kl. 07:20 - 08:30
Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín)

Fimmtudaga kl. 17:30 - 18:50 (engin morgunseta)
Zazen (30 mín), Kinhin (10 mín), Zazen & Heitin fjögur (40 mín)

Föstudaga kl. 07:20 - 08:30
Zazen (20 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (30 mín), Kyrjun (10 mín)

Laugardaga kl. 08:00 - 09:40
​Zazen (35 mín), Kinhin (10 mín), Zazen (35 mín), Kyrjun (20 mín)

​Hlakka til að sjá ykkur sem mest. Djúpt gassho,


-Alfred Chozetsu
0 Comments

    Eldra

    January 2023
    November 2022
    October 2022
    September 2022
    August 2022
    May 2022
    April 2022
    March 2022
    February 2022
    January 2022
    November 2021
    October 2021
    September 2021
    August 2021
    June 2021
    May 2021
    April 2021
    March 2021
    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    September 2018
    August 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    January 2017
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    July 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013

    Höfundur

    Zen á Íslandi

    Efni

    All

    RSS Feed

Vertu vinur okkar á Facebook
Félag
​Zen á Íslandi-Nátthagi
​kt. 491199-2539
​Heimilisfang
Kletthálsi 1
110 Reykjavík
​
Leiðbeiningar á ja.is
Bankareikningur
kt. 491199-2539
​reikn. 111-26-491199
  • Heim
  • Dagskrá
  • Fréttir
  • Námskeið
  • Verslun
  • Nátthagi
    • Um Nátthaga
    • Skráning í félagið
    • Lög félagsins
    • Kennarar okkar >
      • Jakusho Kwong
      • Shunryu Suzuki
    • Hvernig byrjar maður?
    • Myndir
  • English
    • About Night Pasture
    • Practical Information
    • Daily Practice
    • Retreats
    • Zazen Instruction
  • Lykilorð