Leshringur verður nk. laugardag, 23. janúar kl. 10:15.
Þar munum við lesa saman textann Andráin - hinn fullkomni kennari úr bókinni When Things Fall Apart eftir Pemu Chödrön, í þýðingu Gyðu Myoji Tryggvadóttur. Zazen hefst stundvíslega kl. 08.00 og á eftir verður morgunkaffi að venju.
0 Comments
Fyrsti leshringur á nýju ári verður nk. laugardag, 16. janúar kl. 10:15.
Þar munum við lesa saman textann Ekkert að öðlast - ekkert að uppljóma eftir Issho Fujita í þýðingu Brynjars Kristinssonar. Zazen hefst stundvíslega kl. 08.00 og á eftir verður morgunkaffi að venju
Leshringir Leshringir verða að jafnaði tvisvar sinnum í mánuði og sá fyrsti verður laugardaginn 16. janúar kl. 10.15 Þar munum við lesa saman textann Ekkert að öðlast - ekkert að uppljóma eftir Issho Fujita í þýðingu Brynjars Kristinssonar. Leshringirnir eru mjög góð leið til að dýpka skilning á Zen búddisma. Sesshin Vor sesshin verður haldið í Skálholti 11.- 15. maí 2016. Ánægjulegt er að segja frá því að Kwong Roshi og Nyoze Kwong munu leiða iðkunina í Skálholti. Þeir sem vilja taka þátt í sesshin í fyrsta sinn þurfa að vera búnir að kynna sér vel í hverju zen iðkun felst og undirbúa sig með því að taka þátt í sitjandi hugleiðslu hjá Nátthaga. Við mælum með námskeiðinu Andinn sópar hugann fyrir alla sem hafa áhuga á að kynnast betur zen iðkun. Nánari upplýsingar er að finna á hér á heimasíðunni og á fésbókarsíðunni Zen á Íslandi. Með vinsemd og góðum óskum, Í anda Zen, Ástvaldur Zenki
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |