Næstkomandi laugardag 17. nóvember 2018 verður leshringur í Zen á Íslandi - Nátthaga. Við munum þá lesa textann „Dýpri merking lífsgildis“ úr bókinni The light that shines through infinity eftir Dainin Katagiri, í þýðingu Jónu Shiko og hún mun líka lesa. En í þessum texta segir m.a.: Hugljómun, blekking, helvíti, eða glorsoltnir draugar - hvað svo sem þeir eru, eru allt verur í mannheimi sem ber að sjá og virða sem Búdda. Þannig getur þú ræktað lífsgildin, skref fyrir skref, í þínu daglega lífi. Svo sjáðu og viðurkenndu fyrst allt sem Búdda. Þá getur þú dvalið í þessum sannleika og iðkað á sömu stundu og hugsanir spretta fram, blekkingar láta á sér kræla, eða hugljómun birtist, því þetta er ekkert nema virkni í heimi Búdda. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00. Leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
|
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |