Jakusho Kwong-roshi (f. 1935), kennari Zen á Íslandi - Nátthaga, er einn af arftökum Shunryu Suzuki-roshi. Hann byrjaði að iðka zen undir handleiðslu Suzuki-roshi árið 1960. Kwong-roshi gerðist zen prestur 10 árum síðar og stofnaði Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu árið 1973.
Roshi kom fyrst til Íslands árið 1987 og hefur komið árlega til landsins til að leiðbeina nemendum sínum í Zen á Íslandi - Nátthaga. Árið 1995 var honum veittur titilinn „Dendo Kyoshi“ eða Zen kennari af Soto Zen skólanum í Japan og er hann einn af níu Zen kennurum á Vesturlöndum sem hafa hlotið slíka viðurkenningu. Árið 2003 kom út fyrsta bók Kwong-roshi sem ber heitið "No Beginning, No End" sem og hljóðbókin "Breath Sweeps Mind". Hlustaðu á ræður Jakusho Kwong-roshi á Vimeo Breath sweeps mind No Beginning No End "Þegar sólin kemur upp og skín á þig er skugginn fyrir aftan þig stór. Eftir því sem þú situr lengur minnkar skugginn smátt og smátt og á endanum er Búdda einn eftir á púðanum." - Jakusho Kwong-roshi, "No Beginning, No End".
|
Zen á Íslandi | Jakusho Kwong-roshi |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |