Næsta laugardag 2. apríl mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá kafla í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi. Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest. Í bókinni segir meðal annars:
"Þegar þú iðkar setu þá geta komið upp margskonar tilfinningar. Þegar þér finnst ganga vel, þá elskarðu að iðka; þegar þér gengur ekki svo vel í zazen, þá hatarðu það, og stundum líður þér bara eins og vélmenni sem situr án þess að það hafi nein áhrif. Það getur því verið erfitt að setjast niður og halda áfram að iðka. En eftir áralanga iðkun, ákveðin í að gefast ekki upp, þá breytist setan í eina nánustu stund sem við eigum með okkur sjálfum. Ánni virkilega langar til sjávar, svo eins og Bodhidharma, snúum við okkur að veggnum og leyfum ljósinu að lýsa inn á við, í átt að uppsprettu hugans. Og þá, frá því mikla tómi sem á sama tíma er -núið- og -handan alls- þá hljóðlega uppljómumst við." Djúpt Gassho.
0 Comments
Næstkomandi laugardag 26. mars 2022 mun Zen kennari okkar Helga Kimyo, heiðursroshi og einn af stofnendum Zen á Íslandi - Nátthaga, flytja fyrirlesturinn "Gömul saga og ný" að Kletthálsi 1. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15.
Við munum sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og svo hefst fyrirlesturinn kl. 9:15. Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
Á morgun laugardaginn 5. mars mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá kaflann "Að taka afturábak skrefið" í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi. Í kaflanum segir meðal annars:
Við byrjum dagskrá laugardagsins með Zazen hugleiðsluiðkun kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho. |
Eldra
January 2025
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |