0 Comments
IÐKUN Í BEINU ZOOM STREYMI
Okkar sameiginlega iðkun fer núna fram á þennan máta og mikilvægt að halda uppi anda Zen iðkunar til blessunar og heilla fyrir okkur sjálf, fjölskyldu okkar og allt samfélagið. Það er alltaf mikilvægt að sýna samhug og ekki síst á víðsárverðum tímum sem þessum. -Ástvaldur Zenki-sensei Endilega takið þátt með því að smella á hnappinn hér að neðan, notist við neðangreint Zoom kenni eða hlekk: Zazen @ Zen á Íslandi Zoom kenni: 782 3037 7712 Zoom hlekkur: https://us04web.zoom.us/j/78230377712 SAMU VINNUIÐKUN Á KLETTHÁLSI Á meðan við höfum setið heima síðustu vikur þá hafa nokkrir iðkendur ásamt iðnaðarmönnum unnið að því hörðum höndum að koma húsnæði okkar að Kletthálsi 1 í sem best horf svo að við megum njóta þegar við komum til baka til Zen iðkunar þar. Bæði hafa verið settir upp veggir og málað. Nú þurfum við að taka til og þrífa áður en við mætum þar til hefðbundinnar iðkunar næsta mánudag. Þess vegna verður Samu vinnuiðkun næsta laugardag að Kletthálsi 1. Endilega látið sjá ykkur. *** Samu vinnuiðkun næsta laugardag frá kl. 9:00 - 11:00 að Kletthálsi 1. SESSHIN Í SKÁLHOLTI 27. - 31. MAÍ Að lokum viljum við benda ykkur á að Vorsesshin Zen á Íslandi verður haldið í Skálholtsbúðum eins og síðustu ár dagana 27. - 30. maí 2020 undir yfirskriftinni "Ekkert upphaf - enginn endir." Sesshin er nokkurra daga samfelld hópiðkun og þýðir "að snerta hughjartað" sem vísar til þess að á Sesshin nálgumst við og verðum nánari okkar upprunalega hug. Vegna aðstæðna í samfélaginu vill Zen á Íslandi leggja sitt af mörkum og hefur verðið því verið lækkað frá síðasta ári. Almennt þáttökugjald er 32.000 kr. en 29.000 kr. fyrir iðkendur sem greiða árgjald. Endilega skráið ykkur með tölvupósti á [email protected] eða með því að smella á hnappinn hér að neðan: Ég vil að lokum hvetja okkur öll til þess að taka sem mest þátt í dagskránni okkar og lýsa þannig ljósi vakandi athygli í skúmaskot hugans. Í djúpri beygju, -Chozetsu |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |