Næsta laugardag 28. október mun Helga Kimyo halda Dharma ræðu í húsakynnum Nátthaga að Grensásvegi 8, 4.hæð. Yfirskrift ræðunnar er: "Hefur hundur Búddaeðli eða ekki?". Hið svokallaða Mu Koan er án efa lang frægasta Koan Zen Búddismans, en það er eitthvað á þessa leið: Munkur spyr kínverska Zen meistarann Joshu: Á kínversku þýðir "Mu" bókstaflega "Nei," en það er líka tákn andstæðunnar og getur því þýtt "Ekki-hlutur", "Ekki-hefur" eða "Ekki-neitt". Það mætti því ætla að Joshu sé að svara því til að hundur hafi ekki Búddaeðli, en þetta svar þýðir ekki það sem þú heldur að það þýði. Eins og með öll Koan, þá er þetta Koan til þess gert að benda á raunveruleika sem er handan hugsunar og tvíhyggju hugmynda. Joshu er hér að reyna að fá munkinn til að hætta að hugsa um annað hvort eða. Hundar hafa Búddaeðli, eins og allar skynverur, en ólíklegt er að hundur viti að hann er mögulegur Búdda, og því kemur Búddaeðlið hundinum lítið við.
En það er þetta Koan sem Helga Kimyo hefur sem veganesti í ræðu sinni á laugardaginn kemur. Dagskráin verður með örlítið öðru sniði því Helga Kimyo mun fara með ræðuna á meðan við sitjum hugleiðslu. Allir eru hjartanlega velkomnir, en sitjandi hugleiðsla hefst kl. 08:00. Aðgangur er ókeypis.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |