*** FRESTAÐ ***
Þessi ákvörðun er tekin í ljósi stöðunnar á þróun COVID-19 hér á landi. Við munum fylgjast grannt með þróun mála og látum vita um leið og ákvörðun hefur verið tekin um nýjar dagsetningar. *** FRESTAÐ *** Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum. Markmið námskeiðsins er m.a.:
Kennarar á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi ásamt Gyðu Myoji og Kolbeini Seido sem hafa áralanga reynslu af hugleiðsluiðkun. Hvar: Klettháls 1, önnur hæð til hægri þegar komið er upp stigann. Hvenær: Á fimmtudögum frá 24. september til 22. október frá kl. 17:30 - 19:00. Allir eru hjartanlega velkomnir í nýtt húsnæði okkar að Kletthálsi 1 og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins... Kennitala: 491199-2539 Reikningsnúmer: 111-26-491199 ...eða með því að kaupa námskeiðið sem vöru í vefverslun Zen á Íslandi - Nátthaga hér á vef félagsins með því að smella á hnappinn hér að neðan:
2 Comments
13/10/2020 05:05:28
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar sem þú miðlaðir
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
December 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |