Við höfum áður lesið kaflana um Hjartasútruna og Samsemd eins og margs úr þessari bók. Nú er komið að kaflanum sem heitir Kyrjun um kufl: Að rækta akur dyggðarinnar. Þessi kafli er um versið sem við kyrjum áður en við setjum á okkur rakusu og okesa eftir morgunsetu. Þegar við kyrjum þetta vers á morgnana þá förum við fyrst tvisvar með það á japönsku og svo einu sinni á íslensku: DAI ZAI GEDAP - PUKU Kufl frelsunar á sér engan endi Og í þessum kafla bókarinnar segir Okumura til dæmis: Líkaminn og hugurinn eru samansöfn af mörgum mismunandi þáttum sem eiga sér stað á þessu andartaki. Þetta breytist allt stöðugt, og því er ekki unnt að klófesta eitt né neitt sem líkamann “minn”, hug “minn”, eign “mína”. Samt sem áður festum við okkur við núverandi og tímabundið form, en þar sem allt er án sjálfs, þá getum við ekki klófest þetta form. Þegar við reynum að stjórna því, þá dregur úr lífskraftinum okkar. Þess í stað opnum við hendurnar. Þetta gerum við með því að iðka zazen. Við byrjum dagskrá laugardagsins með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00, en leshringurinn tekur við að henni lokinni. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
0 Comments
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |