Shohaku Okumura fæddist í Osaka, í Japan árið 1948. Hann stundaði nám í Soto Zen búddisma við Komazawa Háskólann í Tokyo og var vígður til prests af Kosho Uchiyama-roshi árið 1970. Þeir iðkuðu saman fram til 1975, en þá fluttist Okumura-roshi til bandaríkjanna. Eftir að hafa iðkað í Pioneer Valley Zendo í Massachusetts fram til 1981 fluttist hann aftur til Japan og hóf að þýða verk Dogen Zenji og Uchiyama-roshi yfir á ensku. Okumura-roshi var kennari við Kyoto Soto Zen Center og síðar við Minnesota Zen Meditation Center í Minneapolis í Minnesota, og hann leiddi sesshin og Dharma námskeið í bandaríkjunum, Japan, evrópu og suður ameríku.
Okumura-roshi er stofnandi og aðalkennari Sanshin Zen Community (Sanshinji) í Bloomington, Indiana og þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni. Frá 1997 til 2010 var hann líka einn af stjórnendum Soto Zen Buddhism International Center í San Francisco í Kaliforníu, sem er skrifstofa Soto skóla Japans (formlega staðsett í Los Angeles undir nafninu North American Soto School in Los Angeles)
Okumura-roshi er stofnandi og aðalkennari Sanshin Zen Community (Sanshinji) í Bloomington, Indiana og þar býr hann ásamt fjölskyldu sinni. Frá 1997 til 2010 var hann líka einn af stjórnendum Soto Zen Buddhism International Center í San Francisco í Kaliforníu, sem er skrifstofa Soto skóla Japans (formlega staðsett í Los Angeles undir nafninu North American Soto School in Los Angeles)