Mikilvægi lífsgildanna í lífi Zen búddhista verður líklega seint ofmetið. Kjarna þeirra er samt, eins og með margt annað í Zen, erfitt að koma í orð. Mikilvægt er því að líta ekki á þau bara frá einum sjónarhóli heldur velta þeim fyrir sér þar til andi þeirra verður manni skýr. Jakusho Kwong-Roshi kennari okkar talar um lífsgildin í bók sinni No beginning No End, þar sem hann segir meðal annars: Þegar við viðhöldum lífsgildunum og anda þeirra í því hvernig við göngum, hvernig við sitjum, hvernig við borðum, hvernig við tölum og samskiptum okkar við aðra og umhverfið, mun stöðug nærvera þeirra lýsa upp tilveru okkar. Allir eru hjartanlega velkomnir á Dharma ræðuna á laugardaginn og er aðgangur ókeypis. Athugið að dagskráin hefst með sitjandi hugleiðslu kl. 08:00.
1 Comment
Hildur Sigurdardottir
16/2/2018 12:16:30
Spennandi. Tetta mun draga mig a fætur hlakka til ad hlusta og njota
Reply
Leave a Reply. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |