Á morgun laugardaginn 5. febrúar mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við lesum þá kaflann "Traust á ykkar upprunalega eðli" í þýðingu Brynjars Shoshin, úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi. Í kaflanum segir meðal annars:
Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho.
0 Comments
Kennari: Ástvaldur Zenki, Kennari Zen á Íslandi Hvenær: 3. - 24. febrúar Hvar: Klettháls 1, Reykjavík Tími: Fimmtudagar 17.30 - 19.00 (1 x í viku í 4 vikur) Verð: 15.000 krónur Skráning: [email protected] Námskeiðið er ætlað byrjendum sem lengra komnum og öllum þeim sem þrá að lifa lífinu lifandi og með vakandi athygli. Iðkun zazen er grundvöllur þess sem í daglegu tali kallast núvitund (e. mindfulness) eða vakandi athygli. Með því að læra að iðka Zazen ræktum við smám saman með okkur vakandi huga og meðvitund í daglegu lífi og lærum að þekkja okkur sjálf á djúpan og náinn hátt. Að þekkja sjálfa sig á þennan hátt felur í sér fræ heilunar og kennir okkur að meta lífið sem við lifum.
Markmið námskeiðsins er m.a.:
Námskeiðið kostar 15.000,- kr. og verður kennt á fimmtudögum frá kl. 17:30-19:00. Innifalið í námskeiðsgjaldi er þátttaka í allri dagskrá hjá Nátthaga á meðan námskeiðið varir og eru þátttakendur eindregið hvattir til að prófa að taka þátt í daglegri iðkun samkvæmt dagskrá. Þátttakendum er einnig velkomið að taka þátt í fræðsluviðburðum sem boðið er upp á: leshringjum, darmaræðum og mörgu fleiru. Kennari á námskeiðinu eru Ástvaldur Zenki, kennari Zen á Íslandi. En hann hefur stundað Zen hugleiðslu undir handleiðslu bandaríska Zen-meistarans, og stofnanda Zen á Íslandi - Nátthaga, Jakusho Kwong Roshi síðan 1998 og hefur farið árlega til Sonoma Mountain Zen Center í Kaliforníu þar sem Kwong Roshi býr. Ástvaldur Zenki hefur auk þess fengið þjálfun í Japan árið 2016 og 2019 og hlaut í kjölfarið vígslu í tveimur höfuðklaustrum Sótó Zen búddismans í Japan: Sojiji og Eiheiji. Zenki er skráður og viðurkenndur prestur og kennari í hinni japönsku Sótó Zen hefð og hlaut þar að auki dharma transmission frá Kwong Roshi árið 2018. Í slíkri athöfn afhendir kennari kennsluna til nemanda síns eins og það hefur verið gert í meira en 2500 ár. Allir eru hjartanlega velkomnir og er námskeiðið óháð trúar- eða lífsskoðunum. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á [email protected] og greiða 15.000,- kr. námskeiðsgjald inn á reikning félagsins:
Djúpt Gassho.
Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest uppi á Kletthálsi.
Zoom hlekkur: https://us02web.zoom.us/j/84765075564 "Þó að hornsteinn iðkunar okkar sé að hittast og iðka saman sem Sanga þá er iðkun okkar án landamæra. Heimurinn og þú eruð eitt, það sem þú gerir fyrir sjálfan þig gerirðu fyrir heiminn líka." -Ástvaldur Zenki Djúpt gassho og okkur hlakkar til að sjá ykkur sem flest.
Næstkomandi laugardag 8. janúar 2022 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja darmaræðuna "Lífið er hjartans mál" í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Ræðan er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. "Ég sit hljóður, geri ekki neitt, vorið kemur og grasið vex af sjálfu sér" orti japanska ljóðskáldið Matsuo Basho. Ástvaldur Zenki segir: "Við mennirnir erum oftast of uppteknir af okkar eigin málum og hugðarefnum til að heyra tungumál hjartans sem talar þó til okkar öllum stundum. Þau okkar sem hafa setið hljóð í þögninni og orðið eitt með lífinu, skynja það djúplega að tungumál hjartans er skýrt og tært á sama tíma og það fæst ekki skilið. Lífið er svo sannarlega hjartans mál sem kemur okkur öllum við. Við ættum að staldra við og leggja við hlustir." Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll.
Reykjavík 28.11.2021 SKRÁNING Í TRÚFÉLAGIÐ ZEN Á ÍSLANDI – NÁTTHAGA Kæri viðtakandi,
Athugaðu að til þess að sóknargjöld í þínu nafni renni til Zen á Íslandi - Nátthaga árið 2022 þarf að breyta skráningunni fyrir miðvikudaginn 1. desember næstkomandi. Að lokum viljum við taka fram að öllum er velkomið að taka þátt í dagskrá Zen á Íslandi - Nátthaga, óháð trúar- og lífsskoðunum.
Fyrir hönd Zen á Íslandi – Nátthaga, Ástvaldur Zenki Traustason Kennari Zen á Íslandi – Nátthaga Alfred Chozetsu Þórðarson Forstöðumaður Zen á Íslandi - Nátthaga Næstkomandi laugardag 6. nóvember 2021 mun Zen kennari okkar Helga Kimyo, heiðursroshi og einn af stofnendum Zen á Íslandi - Nátthaga, flytja fyrirlesturinn "Eitt leiðir af öðru" að Kletthálsi 1. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. Kimyo-Roshi verður með búddíska kennslu þar sem hún mun meðal annars kynna okkur fyrir Dazu Huike, sem var arftaki Bodhidharma og þar með annar Zen patríarkinn. En sagan segir að Huike hafi hitt Bodhidharma í Shaolin klaustrinu þegar hann var um fertugt en Bodhidharma hafi fyrst neitað að kenna honum. Til eru margar frásagnir um samskipti þeirra og mun Kimyo-Roshi örugglega nefna einhverjar. Hér er til dæmis ein: Huike sagði við Bodhidharma: "Hugur minn er út um allt og kvíðinn. Geturðu hjálpaðu mér að róa hann?" Bodhidharma svaraði: "Komdu með huga þinn, sýndu mér hann og þá skal ég hjálpa þér að róa hann." Huike sagði: "Ég hef leitað og leitað, en ég finn ekki hvar hugur minn er." "Sko," svaraði Bodhidharma, "ég hef þegar róað huga þinn." Við munum sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og svo hefst fyrirlesturinn kl. 9:15.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. Næstkomandi laugardag 16. október mun Zen á Íslandi - Nátthagi halda leshring að Kletthálsi 1, 2. hæð. Við höldum áfram að lesa úr bókinni "Ekkert upphaf, enginn endir" eftir Jakusho Kwong-roshi í þýðingu Brynjars Shoshin. Lesinn verður kaflinn "Lauf falla." En í kaflanum segir meðal annars: Sama hvernig við hugsum um það, fortíðin er nú þegar farin, það sem við köllum „eftir“ er ekki komið enn og við vitum ekki einu sinni hvar nútíðin er af því hún er sífellt að breytast. Allt er í ástandi flæðis. Laufin sem falla eru svona. Allt er að breytast. Að vissu leyti er það fullkomið frelsi. Sagt er að það séu 6,5 milljarðar augnablika í einum sólarhring. Og að í einni sekúndu séu sjö þúsund augnablik. Á meðan við sitjum hérna eru þau stanslaust að koma og stanslaust að fara, alveg eins og þegar ég slæ prikinu mínu í gólfið: bamm-bamm-bamm-bamm. Er það ekki dásamlegt? Þetta er fullkomið frelsi. -Kwong-roshi Við byrjum dagskrá laugardagsins með zazen, eða sitjandi hugleiðslu, kl. 08:00 en leshringurinn er svo frá kl. 10:15 - 11:15. Allir eru velkomnir og við vonumst til að sjá ykkur sem flest.
Djúpt Gassho. Sesshin hugleiðsludagar Nátthaga hefjast næsta miðvikudag 6. október og standa til og með laugardagsins 9. október í aðsetri Zen á Íslandi að Kletthálsi 1, 2. hæð. Eins og venja hefur skapast fyrir þá höldum við Borgarsesshin á haustin, þar sem við leitumst við að færa anda iðkunarinnar inn í amstur hversdagsins. SKRÁNING FER FRAM Á KLETTHÁLSINUM EÐA Á [email protected] Þátttökugjald á sesshin er 9.000 krónur og skráning fer fram á Kletthálsinum eða með því að senda tölvupóst á [email protected]. Þeir sem ekki geta tekið þátt í öllum setunum eru beðnir um að láta vita að hve miklu leyti þeir munu taka þátt. Hægt að taka þátt aðeins á laugardeginum og kostar það 5.000 kr. Athugið líka að þeir sem greiða árgjald fá 10% afslátt af þátttökugjaldi. * Dagskráin er fyrir neðan myndina. Sesshin hefst miðvikudagskvöldið 6. október kl. 19:30 með sitjandi hugleiðslu, inngangsorðum og leiðbeiningum til þátttakenda. Síðan komum við saman næstu tvo daga, á morgnana frá kl. 07:00 - 08:30 og frá kl. 17:30 - 18:40. Laugardaginn 9. október stendur dagskráin frá kl. 07:00 - 15:15. Oryoki máltíð mun fara fram á laugardeginum. Þeir sem ekki eiga oryoki skálar eru sömuleiðis beðnir um að láta vita við skráningu.
Full dagskrá Borgarsesshins er hér fyrir neðan: Miðvikudagur 6. október 19:30 Zazen 19:45 Leiðbeinandi opnun 20:05 Kinhin 20:15 Zazen 20:50 Heitin fjögur Fimmtudagur - Föstudagur 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Iðkun í dagsins önn 17:30 Zazen 18:00 Kinhin 18:10 Zazen 18:40 Heitin fjögur Laugardagur 9. október 07:00 Zazen 07:35 Kinhin 07:45 Zazen 08:20 Kyrjun - Oryoki - Hlé 10:00 Samu / Vinnuiðkun 10:45 Morgunkaffi 11:15 Zazen 11:45 Kinhin 11:55 Zazen 12:25 Kyrjun - Oryoki - Hlé 13:45 Zazen 14:15 Kinhin 14:45 Zazen 15:15 Heitin fjögur-Kveðjuhringur Næstkomandi laugardag 2. október 2021 mun Zen kennari okkar Ástvaldur Zenki flytja fyrirlesturinn "Er lífið á verkefnalistanum?" að Kletthálsi 1 og í beinu streymi á fésbókarsíðu Zen á Íslandi - Nátthaga. Fyrirlesturinn er öllum opinn og hefst stundvíslega kl. 9:15. En Zenki segir: Í okkar annasama lífi er engu líkara en við höfum gleymt því hvað það er sem skiptir í raun máli. Við nefnum það ef til vill af og til, svona í framhjáhlaupi: „Auðvitað skiptir öllu máli að vera á lífi, hafa góða heilsu og njóta samvista við fjölskyldu og vini.” En svo taka annirnar yfir og við gleymum okkur í erli daganna, tíminn líður og við tökum æ sjaldnar eftir lífinu okkar. Hvernig við öndum og erum til, hvernig hjartað slær allan sólarhringinn. Það er engu líkara en lífið sjálft sé komið á verkefnalistann, eins og það sé eitthvað sem við þurfum að muna eftir að gera. Eins og áður segir verður fyrirlesturinn í beinu streymi á fésbókinni en einnig er hægt að koma og sitja hugleiðslu kl. 08.00 að Kletthálsi 1 og hlusta á fyrirlesturinn þar.
Í djúpu gassho vonumst við til að sjá ykkur öll. |
Eldra
September 2024
HöfundurZen á Íslandi Efni |
Zen á Íslandi | Fréttir og tilkynningar |
Vertu vinur okkar á Facebook
|
Félag
Zen á Íslandi-Nátthagi kt. 491199-2539 |
Bankareikningur
kt. 491199-2539 reikn. 111-26-491199 |